Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 166
Páll postuli heilsar Filippímönnum,3 Þessaloníkumönnum4 5 og öðrum
kristnum söfnuðum, er hann bar sérstaka umhyggju fyrir, með þessum hætti
m.a.: ‘Náðsé meðyður ogfriðurfrá Guðifóður vorum ogDrottniJesú Kristi, ’eða
með öðrum líkum orðum. Síðan hafa kristnir menn um aldir notað ávarps-
og ltveðjuorðin 7 Guðs friðiJ Hin hlýja, ástúðlega og umfaðmandi merking
orðsins friður, samkvæmt ritningunni, birtist einnig í fyrirbæn, sem iðulega er
beint til safnaða Þjóðkirkjunnar í guðsþjónustunni: ‘Friður Guðs, sem er œðri
öllum skilningi, varðveiti hjörtuyðar oghugsanir ...’
Að vísu mælti Kristur við lærisveina sína: ‘Ætlið ekki, að ég sé kominn til
að fera frið á jörð. Eg kom ekki að fera frið, heldur sverð ... 5 Við fyrstu sýn
gætu þessi síðastnefndu ummæli, sem vissulega eru gildishlaðin ekki síður
en þau fyrrnefndu úr Fjallræðunni, virst vera í algjöru ósamræmi við frið-
arboðskapinn og ‘gullnu regluna,’ sem áður var getið um. Sumir hafa - með
misjöfnu hugarfari - viljað snúa út úr ummælunum og látið svo heita að þau
sýni ósamræmið í boðskapnum, sem dragi úr gildi hans, en hér er hins vegar
ekki verið að tala um hið sama - samhengið er annað. Rétt er og mikilvægt að
túlka einstaka ritningarstaði á grundvelli innra samræmis og ‘umhverfis’ þeirra
innan heildarinnar, því að alkunna er hve auðvelt er að slíta einstök ummæli,
tilteknar setningar í ritningunni, úr sínu eðlilega samhengi og nota þau síðan
til styrktar hæpnum skoðunum eða gerðum eins og dæmi sanna.
Af fornum heimildum, öðrum en þeim sem hér voru áður nefndar, verður
ráðið að menn hafi lengi gert sér grein fyrir gildi friðar, sátta og samlyndis í
mannlegu samfélagi. Má sjá þessa stað í löggjöf fyrri tíðar jafnt sem í annars
konar heimildum um samfélög liðinna tíma. Menn hafa snemma gert sér
grein fyrir því, að góðar eigindir manna, sem og velferð þeirra, viðgangur og
efnahagur, nærast af friðsamlegri sambúð og samskiptum. Ein helsta skylda
konunga og annarra höfðingja fólst í því að tryggja þegnunum fið, en frið-
rofar áttu yfir höfði sér þunga refsingu. I íslenskum fornrétti er áhersla lögð á
friðinn og hann með vissum hætti lagður að jöfnu við mannhelgina, þ.e. vernd
hinna dýrmætustu réttinda, er næst standa persónu manna, lífi þeirra og lim-
um auk sæmdarinnar, mannorðsins. Einn meginþáttur Jónsbókar - hinnar
164
3 Fil 1:2.
4 2 Þess 1:2.
5 Matt 10:34.