Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Síða 167
fornu lögbókar Islendinga, frá 1281 — ber fyrirsögnina: ‘Um mannhelgi og
frið. ’ En vitaskuld er gildi friðarins jafn mikilvægt í nútímanum og fyrr á
öldum og friðarboðskapur hefur e.t.v. aldrei verið eins brýnn og nú á tímum
máttugri tortímingarafla og vítisvéla en áður hafa þekkst.
Þá má einnig minnast þess, að orðið friður bar með sér nokkuð margræða
merkingu í fornu, norrænu máli. Það gat m.a., auk þess skilnings sem nú er
hefðbundinn og einnig var algengastur fyrr á öldum, merkt dst eða vináttu,
þótt nú sé sú merking horfin (eða því sem næst) úr máli okkar. Þar er reynd-
ar ekki farið fjarri hinni kristnu merkingu, sem fyrr getur um, þótt beinu
sambandi sé þar vafalaust ekki fyrir að fara.
Kristnum mönnum ætti að vera hugleikið að beita sér fyrir friði í trúar-
samfélögum sínum og á víðari vettvangi, hafa jákvæð áhrif á samskipti þjóð-
félagsþegnanna - eða borgaranna, eins og nú er farið að nefna þá - sem og að
stuðla að friði þjóða í millum. Þeir líta, með réttu, á það sem skyldu sína að
bera klæði á vopn þeirra manna, sem vilja stofna til ófriðar og ójafnaðar, koma
þannig á friði og varðveita hann síðan. Jafnframt vilja þeir bera smyrsl á sár
þolenda ófriðarátaka og hvers kyns illskuverka, er bera með sér friðarspjöll.
Á því sviði gegna kirkjudeildir kristinna manna, um heim allan, miklu hlut-
verki, og auðvitað er Islenska þjóðkirkjan þar síst undan skilin. Til hennar
— forystu- og trúnaðarmanna jafnt sem almennra þjóðkirkjuþegna, sem láta
sig varða veg og viðgang kirkju sinnar — má með réttu bera miklar væntingar
í þessu efni. Ekki þarf heldur að efast um, að Þjóðkirkjan hafi komið mörgu
góðu til leiðar á þessu sviði sem öðrum, og enginn skyldi vanmeta áhrifamátt
kirkjudeildar, sem ‘hýsir’ rúmlega átta af hverjum tíu borgurum landsins.
Ekki má þó skilja það, sem hér hefur verið sagt um mikilvægi friðar í hátt-
semi kristinna manna, á þann veg að þar sé verið að réttlæta það, að þeir standi
ætíð álengdar, friðsamir, hlutlausir, aðgerðalausir og prúðir, og fylgist með
því úr öruggu ‘vígi’ þegar órétti er bersýnilega viðhaft við nábúa þeirra, frelsi
manna og önnur mannréttindi fótum troðin og ójöfnuði beitt, m.a. gagnvart
þeim, sem eru minni máttar og síst geta borið hönd fyrir höfuð sér. Friður,
sem umber óhæfu af því tagi, er lítils virði og er reyndar skaðlegur, þegar alls
er gætt. Einstaka sinnum mega kristnir menn minnast ummæla Frelsarans
um sverðið, brandinn brugðna, er fyrr var getið um, og beita þeim þunga, sem
kirkjunni fylgir, til að uppræta hið illa - soraverk og lesti - með öllum þeim
165