Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 168
úrræðum, sem árangursvænleg þykja, samrýmist þau á annað borð kærleiks-
boðorði kirkjunnar og leikreglum lýðræðisins.
Það, sem hér var sagt, ætti að vísu að vera augljóst og alkunnugt, en vart
ætti að þurfa að fara mörgum orðum um nauðsyn innri samstöðu ogsamheldni
meðal kirkjunnar manna, ef þeir eiga að ná árangri við mótun og eflingu
góðs samfélags, heildstætt séð. Prédikanir um almannafrið og gildi hans eru
ekki sannfærandi eða vænlegar til árangurs nema hver og einn þeirra, sem á
þær hlýðir, megi treysta því að heilindi og einlægni fylgi þess háttar áminn-
ingarorðum úr ranni kirkjunnar. Sé það hins vegar almennt vitað, að nöðrur
þrífist við rætur trjánna í grasgarðinum, eitri út frá sér og nagi innviði kirkj-
unnar eða að púki sitji á fjósbitanum, dilli sér og dafni, með öðrum orðum:
að ósamlyndi og ágreiningur þrífist innan Þjóðkirkjunnar, í söfnuðum lands-
ins eða öðrum einingum hennar, verður friðarboðskapurinn (hversu fagurlega
sem hann er fram reiddur) máttlaus og jafnvel grátbroslegur. Miklu varðar
því, að innan Þjóðkirkjunnar - í öllum starfseiningum hennar, sem ná í reynd
yfir iandið og miðin,’ eins og stundum er tekið til orða — ríki uppbyggilegur
friður og eindrægni, í kristilegum anda, er stuðli að árangursríku kirkjustarfi,
sem á að grundvallast á boðun fagnaðarerindisins í orði og verki, til almanna-
heilla og mannbóta. Þegar kveðjan fagra og fornkunna: ‘Friður sé meðyður...’
hljómar í kirkjunni verður söfnuðurinn að mega treysta því, að henni fylgi
einlægni, af hálfu kirkjunnar þjóns, sem geti trútt um talað, og að undir niðri
kraumi ekki ófriðareldur í safnaðarstarfinu, að skaðvæn friðrof vofi ekki yfir
eða hafi þegar orðið.
I þessu sambandi reynir á friðarskyldu hvers einstaklings, sem vill vera virk-
ur í kirkjulegu starfi og virðir það, sem að baki starfinu býr, og jafnframt
á vitund allra kirkjunnar manna um þessa skyldu þeirra sjálfra og annarra
kristinna meðbræðra þeirra. Mest mæðir á þeim, sem til forystu eru kallaðir
sem sérstakir trúnaðarmenn eða starfsmenn innan kirkjunnar, án tillits til
starfsheita. Sérstaka ábyrgð í þessu efni bera þó prestar og sóknarnefndir (þ.e.
þeir, sem starfa næst ‘grasrótinni’) sem og þeir menn, er fara með yfirstjórn
Þjóðkirkjunnar. Vafalaust má ætla, að yfirleitt sé samstarf þessara manna með
ágætum og megi vera öðrum til fyrirmyndar eins og vera ber og réttmætar
kröfur eru gerðar um. Hitt er þó einnig vitað — og þeim dæmum verður ekki
leynt, enda sum alkunn - að stundum hefur snúist á verri veg og samlyndi
166