Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 170
á einþykkni eða einsýni þeirra manna, sem hefðu átt að gefa gott fordæmi í
stað þess að næra snákana eða púkann á bitanum, sem fyrr var getið um. Og
reynslan sýnir einnig, að þegar sáttatilraunum sleppir getur borið nauðsyn til
þess að þar til bærir aðilar kirkjunnar láti til sín taka, með úrskurðum um rétta
breytni og ráðstafanir, sem gera þurfi, er síðan verði fylgt eftir af festu og með
réttmætum hætti. Um það verða þá að gilda skýrar reglur sem og um formlegt
sáttaferli á þessu sviði.
Svo sem nú er háttað kirkjulögum í landinu þurfa úrræði af því tagi, sem
hér var getið um, að eiga sér trausta stoð í landslögum, sem við eiga, sem og
í starfsreglum Þjóðkirkjunnar (er einnig hvíla á lagagrunni), því að stundum
er teflt um mikla hagsmuni, sem m.a. varða starfsheiður og mannlega reisn
- eða þá niðurlægingu - þeirra manna, sem úrræðin beinast að. Hitt er svo
einnig ljóst, að við gerð úrskurða á þessu sviði - sem brátt verður fjallað nánar
um - verður m.a. að gæta víðsýni og mannskilnings. Urskurðendur skyldu
minnast þess, að oftast stafa friðrof innan safnaðanna eða á öðrum kirkju-
legum vettvangi af ‘venjulegum’ veikleikum manna, sem margt er vel gefið
en hafa misst ‘jafnvægið’ og ekki fundið það aftur, án neinna stórsaka eða
grófra ásetningsmisgerða við samferðamenn. Þá má einnig hafa hugföst þau
gamalkunnu sannindi, að sjaldan valdi einn þá tveir deila. Orsakir vangetu
til eðlilegra samskipta kann, eftir atvikum, að mega rekja til sjúkdóms eða
taugastreitu sökum of mikils vinnuálags eða þá af fjölskylduástæðum. Jafnvel
afburðamenn geta verið haldnir einhverjum ókostum, sem þeir ráða misjafn-
lega vel við. Stundum getur ‘lítið’ atvik (e.t.v. í fyrstu byggt á misskilningi eða
fljótfærni) orðið kveikja að rás atburða, sem til óheilla er fallin, lituð af van-
mætti og mistökum hlutaðeigandi manna, vefur sífellt upp á sig og verður ekki
stöðvuð með einföldum hætti. Þegar svo er komið er stundum óhjákvæmilegt
að fmna þeim, sem hafa misstigið sig eða misst fótfestu sína með einum eða
öðrum hætti, nýjan starfsvettvang innan kirkjunnar, eftir atvikum samkvæmt
formlegum úrskurði, ef aðrar aðgerðir, svo sem sdttameðferð, sérstök hand-
leiðsla í starfi meðan öldur er að lægja eða þá að öðrum kosti áminningar, hafa
ekki gagnast eða sýnt þykir að þær séu ekki vænlegar til varanlegs árangurs. Á
hinn bóginn kunna kærur einnig að vera tilefnislitlar, þegar grannt er skoðað,
og gæta ber þess að vera á verði gagnvart einelti, sem kirkjunnar þjónar geta
orðið fyrir í sínu vinnuumhverfi eins og aðrir. Ekki þarf heldur að vera víst, að
168