Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Síða 173
uð kunna að vera gegn starfsmönnum kirkjunnar, eða í ágreiningsmálum er
snerta kirkjueignir og kirkjueignatengdar tekjur presta, o.s.frv. Mál, sem rísa
af meintum brotum á kirkjuaga eða vegna ósamkomulags kirkjunnar manna
innbyrðis, þar sem ldögumálin ganga á víxl, hæfa hins vegar ekki starfssviði
almennra dómstóla heldur verður að ætla að þau séu betur komin hjá úr-
skurðarnefnd og áfrýjunarnefnd.
Um kirkjuaga og agavald biskups fslands (en það efni er náskylt ákvæð-
unum um lausn ágreiningsmála) er fjallað í 11. gr. Segir þar, að biskup hafi yf-
irumsjón með kirkjuaga innan Þjóðkirkjunnar og beiti sér fyrir lausn ágrein-
ingsefna, sem rísa kunna á kirkjulegum vettvangi. Þá er tekið fram, að vegna
agabrota geti hann gripið til þeirra úrræða, sem lög og kirkuhefð leyfi. Þar
er m.a., þótt ekki sé þess getið sérstaklega, átt við áminningarvald biskups,
sem er fornt að stofni og grundvallast vissulega á gróinni kirkjuhefð. Einnig
getur biskup vafalaust haft nokkur áhrif á það, að t.d. sóknarpresti, sem rýfur
kirkjuaga, verði gert að skipta um starfsvettvang innan kirkjunnar (eða jafnvel
vísað úr kirkjulegri þjónustu), en þar hefur þó um langt skeið þurft formlegan
atbeina kirjumálaráðherra. Með því að segja, að biskup beiti sérfyrir lausn
ágreiningsefna, sem upp rísa á kirkjulegum vettvangi, er m.a. verið að vísa til
þeirrar gömlu reglu að hann geti faliðprófasti að leita sátta í þess háttar málum
eða leiði sjálfur sáttameðferð, hafi prófastur ekki náð sáttum milli málsaðila
eða ef biskup telur eigin aðkomu sína árangursvænlegri. Rétt þótti að hafa
almennt ákvæði um þetta í þjóðkirkjulögunum, samhengis vegna og til árétt-
ingar á hefðhelguðu valdi æðsta embættismanns Þjóðkirkjunnar - en biskups-
embættið er elsta embætti þjóðarinnar, þeirra sem enn eru við lýði.
I 1. mgr. 12. gr. segir, að ef ágreiningur rís á kirkjulegum vettvangi eða
starfsmaður Þjóðkirkjunnar er borinn sökum um siðferðis- eða agabrot geti
hver sá, sem hagsmuna eigi að gœta, borið málið undir úrskurðarnefndina, sem
fyrr var vikið að. Eru síðan gefin nánari fyrirmæli um úrræði þau, sem nefndin
getur gripið til, ef hún telur næg efni vera til þess, m.a. mælt fyrir um að við-
komandi skuli fluttur til í starfi, eða lagt til við biskup Islands að honum verði
veitt áminning (hvort tveggja getur reyndar komið til sögu vegna sama brots).
í því, sem hér sagði, kemur fram sá munur, að annars vegar birtist beint vald
nefndarinnar (þ.e. hún gefur bindandifyrirmœli) en hins vegar hefur hún ein-
ungis tillöguvald.
171