Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 174
Hér skal vakin sérstök athygli á fyrrnefndu orðalagi um að hver sá, sem hags-
muna eigi aðgœta, geti borið mál upp. Orðalag þetta er bersýnilega mjög víðtakt
og bendir m.a. ekki til þess að kæruheimild sé bundin við þjóðkirkjuþegna eina,
og það bendir heldur ekki til þess að þar sé átt við þau ágreiningsefni ein, sem
rísa milli trúnaðarmanna kirkjunnar innbyrðis (t.d. ágreiningur og/eða ósam-
komulag, jafnvel illindi, milli prests og sóknarnefndar eða milli presta innbyrð-
is). Þegar grannt er skoðað, getur það sem hér sagði um hið víðtæka orðalag,
valdið vissum túlkunarvalda, þótt lítt muni hafa reynt á það til þessa. Þá er
einnig augljóst, að orðalagið um dgreiningá kirkjulegum vettvangi er afar víðtækt
og bendir a.m.k. ekki til þess að þar sé verið að einskorða kæranleg ágreinings-
efni við ‘innbyrðis deilur’ milli trúnaðarmanna Þjóðkirkjunnar einnar. Því er
hér vakin athygli á þessum tveimur atriðum að á skýringu þeirra reynir m.a.
varðandi setningu starfireglna á þessu sviði og jafnframt við túlkun þeirra starfs-
reglna, eins og síðar verður vikið nánar að - en starfsreglurnar verða vitaskuld að
vera í samræmi við lagaákvæðin, eða mega a.m.k. ekki vera í andstöðu við þau.
113. gr. þjóðkirkjulaganna er síðan mælt íyrir um, að niðurstöðu úrskurð-
arnefndar megi skjóta til dfirýjunarnefindar, sem kirkjumálaráðherra skipar
til fjögurra ára í senn. Skal nefnd sú skipuð þremur löglærðum mönnum,
sem fullnægi almennum skilyrðum til að vera skipaðir hæstaréttardómarar,
og sé einn þeirra formaður. Sama gildir um varamenn þeirra. Við meðferð
einstakra mála skal nefndin skipuð tveimur sérfróðum mönnum til viðbótar,
sem nefndin kveður sjálf til þess starfa.
I nefndum lagaákvæðum, þ.e. í 12. og 13. gr., er einnig kveðið á um, að
kirkjuþingskiúi setja nánari ákvæði um nefndirnar tvær, sem hér var greint frá, um
starfsemi þeirra og málsmeðferð fyrir þeim. Hafa sérstök ákvæði þar að lútandi
verið sett í starfireglur, er kirkjuþing hefúr samþykkt, eins og brátt verður vikið
nánar að. Þá er einnig tekið fram, í 5. mgr. 13. gr., að ‘kirkjulegir framkvæmd-
arvaldshafar’ skv. 23. gr. (í reynd biskup Islands og aðstoðarmenn hans) skuli
firamjylgja úrskurðum framangreindra nefnda, undir yfirumsjón kirkjuráðs.
b. Ákvæði í starfisreglum
Starfsreglur um úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd Þjóðkirkjunnar bera auð-
kennið 730/1998. A þeim voru gerðar minni háttar breytingar árið 2000, en
samkvæmt lokaákvæði reglnanna skyldi endurskoða þær innan tveggja ára.
172