Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Síða 175
Starfsreglur þessar eru allítarlegar, þegar á heildina er litið, og er ekki þörf á
því að rekja þær hér af neinni nákvæmni. Aðeins skal getið um nokkur atriði,
sem máli skipta.
I 3. - 27. gr. gefur að finna ákvæði, sem varða úrskurðarnefndina.
Astæða er til að vekja athygli á ákvæðum 3. og 4. gr., þar sem fjallað er um
verk- og valdsvið nefndarinnar (og þá í reynd einnig áfrýjunarnefndar), en þau
reisa skorður við því hvaða ágreiningsmál megi bera undir nefndina og um
leið hvaða aðilar megi leggja mál sín til hennar. Sé þeim skilyrðum, sem þar er
kveðið á um, ekki fullnægt, ber úrskurðarnefnd að vísa málinu firá, þegar á því
stigi, og fær það þá ekki efnismeðferð, sbr. 1. mgr. 5. gr. starfsreglnanna.
f 3. gr. segir, að með agreiningi á kirkjulegum vettvangi sé átt við ágrein-
ing milli þeirra aðila, sem taldir eru upp í 4. gr. (er brátt verður vikið nán-
ar að), og sem varðar með einhverjum hætti kirkjulegt starf eða starfsemi á
vegum kirkjunnar.’ Sérstaklega er þar tekið fram, að úrskurðarnefndin fjalli
ekki um málefni, sem varðar lausn frá embætti eða starfslok á grundvelli laga
um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Ekki er í greininni
minnst á úrlausnarefni, er varða það þegar starfsmaður þjóðkirkjunnar er bor-
inn sökum um siðferðis- eða agabrot (sbr. hins vegar orðalag 1. mgr. 12. gr.
þjóðkirkjulaganna, sem getið var um í 2. kafla að framan), en ljóst er þó af
orðalagi síðar í reglunum, þ.e. í 3. mgr. 6. gr., að meint athæfi af því tagi,
a.m.k. hvað agabrotin varðar, fellur undir úrskurðarvald nefndarinnar. Hins
vegar má telja það fremur bagalegt, að í reglunum sé ekki (fremur en gert er í
lögunum) skýrt nánar hvernig beri að skýra orðin ‘siðferðis- eða agabrot,’ þ.e.
að þar séu gefnar einhverjar skilgreiningar á þeim hugtökum eða ábendingr
í þá veru. Verður nefndin því að leitast við að skýra þetta sjálf og byggja þar
m.a. á gróinni kirkjuhefð. Skýring þessa getur þó vafalaust orðið vandasöm og
niðurstöður umdeilanlegar. Ljóst er m.a., að eitthvert tiltekið hátterni getur
falið í sér agabrot enda þótt ekki verði það jafnframt talið til siðferðisbrota, en
hins vegar getur hvort tveggja einnig farið saman. Líklegt er, að siðferðisbrot
á kirkjulegum vettvangi feli oftast jafnframt í sér agabrot, en þó þarf það vafa-
laust ekki ætíð að vera svo. Með aga í þessum skilningi er tvímælalaust verið
að vísa til kirkjuagans, svokallaða, sem er vandmeðfarið og margbrotið svið, en
ákvörðun þess hvort um siðferðisbrot sé að ræða byggist einnig á flóknu mati,
þar sem margt getur lent á ‘gráu svæði.’
173