Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 176
Ákvæðið í 4. gr. starfsreglnanna getur verið vandmeðfarið og ‘viðkvæmt’ í
ljósi orðalags 1. mgr. 12. gr. þjóðkirkjulaganna. I lögunum segir, að hver sem
hagsmuni eigi að gœta geti borið mál undir úrskurðarnefnd, sé öðrum skil-
yrðum laganna fullnægt. Þetta orðalag laganna er bersýnilega mjög víðtækt
og virðist m.a. ekki einskorðast við þá, sem starfa innan kirkjunnar. Við fyrstu
sýn má virðast, að í starfireglunum sé þessi kæruheimild prengd frá því sem
er skv. lögunum, því að í 4. gr. reglnanna segir, að allir, sem hagsmuna eiga
að gæta geti borið mál undir úrskurðarnefnd, ‘svo sem kirkjustjórnin (bisk-
up og kirkjuráð), sóknarnefnd, einstakir starfsmenn kirkjunnar og aðrir sem
starfa innan kirkjunnar, hvort sem greitt er fyrir starfann eða ekki.’ Þarna er
bersýnilega lögð sérstök áhersla á starfimenn og trúnaðarmenn Þjóðkirkjunnar,
með fyrrnefndri upptalningu þeirra, en þó er ekki þar með sagt, að beinlínis
sé verið sé að útiloka aðra, sem standa mun fjær kirkjustarfinu eða taka alls
engan beinan þátt í því. í því sambandi skiptir orðalagið ‘svo sem’ miklu máli,
þegar til skýringar kemur, en fyrrnefnd áhersla á starfsmennina kynni þó að
gefa ábendingu á það, að nefndin vísi, hugsanlega, fremur en ekki frá sér mál-
um, sem ekki tengjast kærum frá kirkjulegum starfsmönnum. Ef svo reynist
er ekki víst að það samræmist með öllu hinu víðtæka orðalagi þjóðkirkjulag-
anna, varðandi kæruheimildina, sem fyrr var getið um.
f 4. mgr. 6. gr. reglnanna er kveðið á um, að úrskurðarnefnd kanni á frum-
stigi máls, hvort grundvöllur sé til sátta. Hins vegar er ekki að finna nein
ákvæði í núgildandi kirkjulöggjöf eða starfsreglum, sem kveði á um að sátta
sé leitað með málsaðilum áður en kærumál sé borið undir úrskurðarnefnd,
svo sem hins vegar er gert í tillögum að nýjum starfsreglum á þessu sviði, sem
síðar verður vikið nánar að.
Urrœði nefndarinnar, vegna agabrota, eru þessi skv. 17. gr. reglnanna (ekki
er þar né annars staðar, hvað úrræði varðar, vísað til siðferðisbrota, sem ekki eru
jafnframt agabrot, en þau munu þó vera fátíð):
a. nefndin leggur til, að starfsmanni verði veitt áminning, eftir atvikum með
skilyrðum eða leiðbeiningum eða nánari fyrirmælum um rétta starfshegð-
un,
b. hún mælir fyrir um, að hann skuli fluttur til í starfi,
c. hún mælir fyrir um, að hann skuli ekki gegna núverandi starfi eða sam-
174