Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 177
bærilegu starfi eða köllun á kirkjulegum vettvangi um ákveðið tímabil eða
til frambúðar eða
d. leggur til endanlega brottvikningu hans úr hvaða starfi sem er á kirkjuleg-
um vettvangi sem valdsvið nefndarinnar nær til, eins og það er orðað.
Athygli skal vakin á því, að í liðum b. og c. segir, að nefndin mœlifyrir um
en í hinum liðunum segir að hún geti lagt til. í síðara tilvikinu er einungis
um tillögurétt að ræða, sem að vísu má ætla að muni vega mjög þungt gagn-
vart þeim kirkjulegu stjórnvöldum, sem hafa hið raunverulega vald, svo sem
áminningarvaldið. Hvað varðar lið d. verður einnig að hafa hugfast, að biskup
Islands (eða kirkjuráð) skipa ekki eða ráða alla starfsmenn Þjóðkirkjunnar og
hafa þá heldur ekki vald til að veita þeim lausn frá starfi einhliða. Verður það
þá einungis gert að höfðu samráði við hinn eiginlega vinnuveitanda hverju
sinni. I orðalaginu mœlirfyrir um felst hins vegar beint úrskurðar- og boðvald
nefndanna, sem er bindandi fyrir kirkjuleg stjórnvöld.
Eins og gefur að skilja getur áminning farið saman við hvert og eitt hinna
úrræðanna, sem beita má skv. framansögðu, en þarf hins vegar ekki að gera
það. Segja má með réttu, að það að mæla fyrir um að tiltekinn maður skuli
fluttur til í starfi, hljóti einnig að fela í sér eins konar áminningu, þótt ekki
sé hún höfð formleg. Heimildin til að binda áminningu einhvers konar skil-
málum, eins og hér var nefnt, getur vafalaust m.a. falið í sér skilmála um að
viðkomandi starfsmanni verði um ákveðinn tíma veitt handleiðsla í starfi, eins
og það heitir á máli kirkjunnar manna.
Um áfrýjunarnefndræðir síðan í 28,- 30. gr. starfsreglnanna.
Þar segir m.a., í 28. gr., að heimild til að áfrýja niðurstöðu úrskurðarnefnd-
ar til áfrýjunarnefndar hafi málsaðilar (sbr. það, sem fyrr sagði um þá) og
kirkjuráð. Er það til samræmis við ákvæði 1. mgr. 13. gr. þjóðkirkjulaganna.
Síðan segir jafnframt, í 29. gr., að ákvæði starfsreglnanna um málsmeðferð
fyrir úrskurðarnefnd skuli gilda við málsmeðferð fyrir áfrýjunarnefnd eftir því
sem við geti átt. Þetta felur m.a. í sér, að áfrýjunarnefnd er skylt að leita sátta
(eða kanna sáttagrundvöll eins og það er orðað í reglunum) á sama hátt og
á við um úrskurðarnefndina eins og fyrr var getið um. Vandamál getur hins
vegar skapast, ef sátt tekst með aðilum fyrir tilstilli áfrýjunarnefndar, þótt það
kunni að hljóma heldur nöturlega. Sáttin leiðir vitaskuld til þess, að áfrýj-
175