Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 178
unarnefndin kveður ekki upp efnislegan úrskurð í málinu. Ætla verður að þess
háttar sátt feli í sér að áfrýjandi dragi áfrýjun sína til baka, ef sáttin er á annað
borð marktæk, en engu að síður er ljóst að þá stendur niðurstaða úrskurð-
arnefndarinnar óhögguð, eftir sem áður, eftir atvikum með áfellisdómi yfir
þeim aðilanum, sem áfrýjaði. Ekki er víst að menn hafi séð þetta fyrir þegar
regluverkið var samið, og víst getur orðið vandræðalegt fyrir formann áfrýj-
unarnefndar að skýra þetta út fyrir málsaðilum, sem lýsa nú sáttfýsi sinni eftir
að sú nefnd hefur tekið málið til meðferðar!
3. Tillögur að nýjum og breyttum starfsreglum
a. Inngangur
í nóvembermánuði 2005 skipaði kirkjuráð nefnd til að endurskoða ýmis ákvæði
í starfsreglum, er varða kirkjustjórn íhéraði, eins og það var nefnt.7 Nefndinni var
m.a. sérstaklega ætlað að fara yfir sáttaferli í héraði íágreiningsmálum á vettvangi
kirkjunnar og leggja fram tillögur að breyttri skipan verði slíkt talið nauðsynlegt.
Lauk nefndin störfum sínum vorið 2006 og lagði tillögur sínar íyrir kirkjuráð
til frekari umfjöllunar. Meðan nefndin var að störfum var stefnt að því, að allar
tillögur nefndarinnar yrðu, af hálfu kirkjuráðs, lagðar fyrir kirkjuþing haust-
ið 2006. Fór svo, að flestar tillögurnar voru lagðar þar fram og samþykktar í
megindráttum, en ýtarlegar tillögur nefndarinnar að nýjum starfsreglum ‘um
friðarskyldu, lausn ágreinings og úrskurði í ágreiningsmálum', eins og þær nefnd-
ust formlega, voru þó ekki kynntar á kirkjuþingi að því sinni, hvað sem síðar
verður. Ætluðu sumir, að umræður um tillögurnar myndu verða það miklar, að
það myndi sliga dagskrá þess þinghalds, þar sem mjög mörg mál voru á dagskrá
(sum vandmeðfarin), og væri því betra að geyma þær til næsta kirkjuþings.
Við upphaf nefndarstarfsins lá íyrir sú afstaða yfirstjórnar Þjóðkirkjunnar,
sem nefndin hafði vitaskuld hliðsjón af, að lögð skyldi áhersla á ‘að ætíð fari
fram sáttaumleitan milli málsaðila áður en kemur að kæru til úrskurðarnefnd-
7 í nefndinni áttu sæti: Ragnhildur Benediktsdóttir, lögfræðingur og skrifstofustjóri Biskupsstofnu, og séra Krist-
ján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, auk greinarhöfundar, sem var formaður nefndarinnar. Jafn-
framt ákvað kirkjuráð, að séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup Skálholtsstiftis, og séra Þorbjörn Hlynur
Árnason, prófastur Borgaríjarðarprófastsdæmis, skyldu starfa með nefndinni.
176