Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 179
ar kirkjunnar, og að það sáttaferli verði vel skilgreint.’8 Byggist þessi aukna
áhersla á sdttaumleitanir og sdttaferli vegna ágreiningsmála innan kirkjunnar
á rökstuddum væntingum um, að ýmis ágreiningsmál muni í reynd verða til
lykta leidd með sáttum og að það sé almennt hin farsælasta aðferð í því efni,
séu málin á annað borð þannig vaxin að sættir geti átt við. Má þó hverjum og
einum ljóst vera, að sáttaumleitanir á þessu sviði geta verið tímafrekar og kall-
að á verulegt vinnuframlag hlutaðeigandi embættismanna kirkjunnar. Var leit-
ast við að sáttaferlið verði vel skilgreint í nýjum starfsreglum, og eru ákvæðin
um það allýtarleg í tillögunum. Þessu til frekari áréttingar lagði nefndin mikla
áherslu á að móta ný ákvæði um almenna friðarskyldu innan kirkjunnar og
í starfi hennar að öðru leyti, auk þess sem í tillögum nefndarinnar var mælt
fyrir um ríka skyldu til að leita sátta þegar á frumstigum mála.
Tillögum nefndarinnar að nýjum starfsreglum á þessu sviði, eins og þær
birtust í frumvarpi hennar, var að sjálfsögðu engan veginn ætlað að koma í veg
fyrir að þeir, sem á þurfa að halda, geti nýtt sér lögvarinn rétt sinn til að bera
mál undir úrskurðarnefnd og síðar áfrýjunarnefnd, ef því er að skipta, heldur
var einvörðungu leitast við að tryggja, að sættir hafi verið reyndar til þrautar
áður en til þess viðurhlutamikla úrræðis komi.
b. Grundvöllur og megináherslur
í upphafi frumvarpsins eru ákvæði, sem ætlað er að stuðla að góðum samskipt-
um, hátterni, skoðanaskiptum og almennri friðarskyldu meðal allra embætt-
ismanna, starfsmanna og trúnaðarmanna kirkjunnar. Byggjast þessi ákvæði á
kærleiksboðskap kirkjunnar og skyldu kirkjunnar manna til að virða hann.
Verður að ætla, að ákvæði þessi skipti mildu fyrir kirkjuna, þjónustu hennar
við almenning og ímynd hennar sem friðar- og sáttaafl í samfélagi okkar. Þá
er tekið fram sérstaklega, að jafnan skuli stuðlað að aukinni færni kirkjunnar
fólks í lausn ágreinings, og kirkjunni og söfnuðum hennar gert að efla hand-
leiðslu og auka færni í samskiptaháttum og lausn ágreiningsmála. Er þar um
nýmæli að ræða, sem sýnist vera full þörf á.
Með ákvæðum nýrra starfsreglna á að vera ljóst, hverjir bundnir séu við þær
8
Hér, sem víðar, þar sem rætt verður um grundvöll nefndarstarfsins og breytinga þeirra, sem nefndin lagði til, er
fylgt orðalagi úr greinargerð nefndarinnar með tillögunum eða höfð hliðsjón af því með öðrum hætti.
177