Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 180
skyldur, sem þar er fjallað um, og jafnframt er leitast við að skýra hvað átt sé við
þegar talað er um ágreiningá kirkjulegum vettvangi og formlegt sáttaferli innan
kirkjunnar. I 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins segir, að með agreiningi á kirkjuleg-
um vettvangi’ sé átt við ágreining milli þeirra, sem getið er um í 1. gr. frum-
varpsins (sem brátt verður vikið nánar að) ‘vegna málefna, er varða samskipti
þeirra eða samstarf og geta haft neikvæð áhrif á kirkjulega starfsemi, ef ekkert
er að gert.’ Eins og vikið var að í 2. kafla hér að framan er vissulega umhugs-
unarefni, hvort ákvæði gildandi starfsreglna og um leið frumvarps að nýjum
og breyttum starfsreglum séu fyllilega í samræmi við hið víðtæka ákvæði í 1.
mgr. 12. gr. þjóðkirkjulaganna. Er ekki óhugsandi, að huga þurfi að lagabreyt-
ingu hvað þetta varðar, til þess að koma í veg fyrir möguleg vandkvæði.
c. Friðarskyldan ogþýðing hennar
Nýmæli felst í ákvæði 1. mgr. 1. gr. frumvarpsins, þar sem mælt er fyrir um
almenna friðarskyldu, enda þótt þar sé fjallað um alkunn og gamalgróin sann-
indi. Þar segir:
Rík skylda hvílir á embættismönnum, starfsmönnum og trúnaðarmönnum
kirkjunnar að virða friðarskyldu, þ.e. að gæta góðra samskiptahátta við alla
sem þiggja af þeim þjónustu eða þeir hafa samskipti við með öðrum hætti. Sú
skylda á einnig við um samskipti, hátterni og skoðanaskipti þeirra, hvort sem
um er að ræða yfirboðara, undirmenn eða þá, sem bera hliðstæð starfs- eða
trúnaðarmannaheiti. Þessi skylda á við hvort heldur sem ofangreindir eru skip-
aðir, ráðnir eða kosnir til starfa sinna og án tillits til þess, hvort þeir eru launaðir
eða ólaunaðir, og á við innan sem utan hins hefðbundna kirkjulega vettvangs.
Þetta ákvæði framvarpsins, sem er mikilvægt á margan hátt, felur m.a. í sér,
að ljóst má vera, að sá kirkjunnar maður, sem fellur undir framangreinda skil-
greiningu, gerist bersýnilega sekur um agabrot ef hann rýfur friðarskyldu þá,
sem á honum hvílir, því að regla um friðarskyldu heyrir vitaskuld til reglum
um kirkjuaga. Þetta léttir úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd mjög mat þess
(umfram það, sem er skv. núgildandi reglum), hvort um agabrot sé að ræða,
sjá einnig síðar.
d. Akvœði um sáttaferli
í frumvarpi nefndarinnar er að finna mörg og ýtarleg ákvæði um sœttir í ágrein-
ingsmálum af því tagi, sem hér um ræðir, og um formlegt sáttaferli.
178