Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 181
Áhersla á gildi sátta kemur m.a. þegar fram í ákvæði 2. mgr. 3. gr. frum-
varpsins þar sem segir, að komi upp ágreiningur á kirkjulegum vettvangi skuli
þeir starfsmenn eða trúnaðarmenn kirkjunnar, sem mál varðar, eða aðrir sem
áhrif geta haft á málsúrslit, leitast við að greiða úr ágreiningi ogganga til sátta.
Þarna er átt við sættir áfrumstigi ágreinings, ef svo má að orði komast, enda má
ætla að mál leysist mjög oft sé þessi skylda virt, þannig að ekki þurfi að koma
til frekari sáttameðferðar á vegum æðri ldrkjulegra aðila. Með þessu ákvæði
er beinlínis lögð sáttaskylda á menn, til viðbótar við almennu friðarskylduna,
sem fyrr var vikið að. Verður að ætla, að hlutaðeigandi geti farið gegn kirkjuaga
- og þar með framið agabrot - ef þeir virða ekki þessa skyldu sína.
I frumvarpinu er kveðið ýtarlega á um skipulegt ogformlegtferli sáttaumleit-
ana (þegar óformlegar sáttaumleitanir á frumstigi, sem fyrr var vikið að, hafa
farist fyrir eða ekki borið árangur). Er þar fyrst mælt fyrir um sáttaumleit-
anir á vegum hlutaðeigandi prófasts og síðan á vegum vígslubiskups, ef atbeini
prófasts til úrlausnar máls með sáttum hefur ekki reynst fullnægjandi, en að
lokum fyrir biskupi Islands, ef annað bregst.
Lagt er til að kirkjuráði verði heimilt að setja á stofn sáttanefnd í hvoru
vígslubiskupsumdæmi um sig, undir forsæti vígslubiskups, og fjallar hún þá
um þau mál, sem vígslubiskup hefði ella fjallað um einn.
Kveðið er á um, að mál sé aðeins til meðferðar hjá einum aðila innan kirkj-
unnar á hverjum tíma, þannig að ekki komi til tvíverknaðar og hugsanlegra
vandkvæða, sem af honum kynnu að hljótast.
Lagt er til í frumvarpinu, að ágreiningsmál verði ekki kært til úrskurð-
arnefndar fyrr en fyrir liggur formleg staðfesting biskups fslands um, að sátta-
leið sú, sem mælt er fyrir um, hafi verið reynd til fullnustu, né heldur verði
mál borið undir úrskurðarnefnd sé það til meðferðar hjá almennum dómstól-
um, og er það nýmæli ásamt mörgu öðru í frumvarpinu.
e. Mábmeðferðfyrir úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd
í frumvarpinu gefur að vísu að finna allmargar tillögur til breytinga frá því sem
nú gildir um valdsvið og starfsemi úrskurðarnefndar og áfrýjunarnefndar en
þær breytingar geta þó ekki talist sérlega viðamiklar, þegar á heildina er litið.
Meðal annars er leitast við að hafa ákvæði um efni kæru skýrari en er skv. gild-
andi reglum, og hið sama gildir um nokkur önnur atriði, er varða upphaf máls-
179