Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 182
meðferðar hjá úrskurðarnefnd. Leitast er við að hafa úrrœði úrskurðar- og áfrýj-
unarnefndar greinilegri en nú er og jafnframt mælt fyrir um, að þau ein mál séu
tæk til meðferðar, sem séu þannig vaxin að úrræðin geti átt við um þau.
Mikilvægt er, að úrskurðar og áfrýjunarnefnd eru fengin úrræði vegna
siðferðisbrota. til jafns við agabrot, en þess hefur áður verið getið, að núgild-
andi starfsreglur eru orðaðar svo, að úrræði þau, sem til boða standa, virðast
einvörðungu eiga við um agabrot, sem vitanlega er ófullnægjandi. Þá myndi
væntanlega einnig fylgja því mikill styrkur fyrir nefndirnar, ef fallist verður á
tillöguna um friðarskylduna, sem áður hefúr verið lýst, því að brot gegn henni
myndu vafalaust teljast til agabrota, og því létta nefndunum mat þess, hvort
um agabrot hafi verið að ræða, eins og áður var vikið að.
Lagt er til m.a., að úrskurðarnefnd stundi ekki sáttaumleitanir (svo sem nú
er hins vegar boðið í starfsreglum), þótt hún kanni formlega við upphaf máls,
hvort sættir séu nú í boði, en framhaldið, hvað mögulegar sættir varðar, síðan
látið málsaðilunum eftir. A sáttaviðleitni nefndarinnar að vera óþörf þegar svo
mikil áhersla hefur verið lögð á sættir áður en máli verði skotið til nefndarinn-
ar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Áfrýjunarnefnd er heldur ekki ætlað, skv.
frumvarpinu, að hlutast til um sættir.
Eins og fyrr segir, miðast úrneði nefndanna, skv. frumvarpinu, jafnt við
siðferðisbrot sem agabrot. Um úrræðin segir svo í 26. gr. frumvarpsins:
I úrskurði vegna siðferðis- og agabrota getur nefndin [þ.e. úrskurðarnefnd en
sama á við um áfrýjunarnefnd] gripið til eftirfarandi úrræða:
a. sett fram skilyrði, leiðbeiningar eða fyrirmæli um rétta starfshegðun
b. lagt til að biskup veiti kennimannlega áminningu
c. lagt til að málsaðila verði veitt áminning skv. starfsmannalögum
d. mælt fyrir um að málsaðili skuli fluttur til í starfi
e. mælt fyrir um að málsaðili skuli ekki gegna tilteknu starfi eða sambærilegu
starfi eða köllun á kirkjulegum vettvangi um ákveðið tímabil eða til
frambúðar eða
d. lagt til endanlega brottvikningu málsaðila úr hvaða starfi sem er á
kirkjulegum vettvangi sem valdsvið nefndarinnar nær til.
Úrræðunum er hér raðað eftir alvarleika þeirra ráðstafana (og þá um leið þeirra
brota, sem að baki liggja), sem nefndirnar geta gripið til. Athygli skal vakin á
því, að í liðum b. og c. er gert ráð fyrir tvenns konar áminningu, eftir atvikum.
Kennimannlega dminningu (sem hér er nýyrði) getur biskup íslands - sam-
180