Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 183
kvæmt þeirri hugsun sem liggur að baki þessu ákvæði frumvarpsins - gefið
hverjum og einum starfsmanni eða trúnaðarmanni Þjóðkirkjunnar, sem brotið
hefur gegn siðferðis- og/eða agaskyldum sínum. Það getur hann vissulega gert
án þess að tillaga frá nefndunum komi til, ef aðstæður réttlæta það. Kenni-
mannlega áminningu gefur biskup sem hirðir kirkju sinnar og má vænta þess
að hún sé í kristilegum anda. Hins vegar er áminning eftir lögum um réttindi
og skyldur ríkisstarfsmanna, sem og samkvæmt almennu vinnulöggjöfinni,
annars eðlis, þ.e. áminning frá vinnuveitanda til undirmanns, sem getur hæg-
lega verið undanfari brottvísunar úr starfi, séu skilmálar í áminningunni síðar
brotnir. Þetta á t.d. við um það, er formaður sóknarnefndar gefur starfsmanni,
sem sóknarnefnd hefur ráðið til starfa og launar að öllu leyti, áminningu.
Biskup Islands er ekki húsbóndi eða beinn vinnuveitandi þess starfsmanns.
Hins vegar hefur biskup vitanlega beint húsbónda- eða vinnuveitandavald yfir
ýmsum starfsmönnum Þjóðkirkjunnar, ekki síst þeim er starfa á Biskupsstofu,
og gæti hann því áminnt þá sem vinnuveitandi, þótt ekki væri jafnframt um
kennimannlega áminningu að ræða - en hinar tvær tegundir áminninga gætu
þó einnig farið saman í því tilviki, allt eftir ástæðum.
4. Lokaorð
Hér hefur nú verið leitast við að lýsa í stuttu máli helstu efnisþáttum núver-
andi laga- og reglugerðarkerfis, sem eiga við um lausn ágreiningsmála á kirkju-
legum vettvangi, ásamt tillögum um tiltekin nýmæli á því sviði, er fram koma
í frumvarpi til nýrra og breyttra starfsreglna um friðarskyldu, lausn ágreinings
og úrskurði í ágreiningsmálum, sem nefnd, er kirkjuráð skipaði, hefur lagt fyrir
ráðið.
Núverandi regluverk á þessu sviði er fjarri því að vera fullkomið - ekki frem-
ur en almennt getur átt við um mannanna verk - en það hefur þó a.m.k. reynst
nothteft og á grundvelli þess hafa gengið úrskurðir á vegum úrskurðarnefndar og
áfrýjunarnefndar, sem hefur verið fullnægt og hafa þannig breytt stöðu tiltek-
inna málsaðila innan kirkjunnar.9 Reglurnar standa þó augljóslega til bóta.
Tillögum þeim, sem koma fram í frumvarpi til nýrra og breyttra starfsreglna,
9 Greinarhöfimdur hefur, sem varamaður í áfrýjunarnefnd, tekið þátt í gerð eins úrskurðar af því tagi.
181