Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 186
fræðilegs eðlis* 2, spurningum um rétt einstaklinga til að deyja með sæmd3,
afstöðu ríkis og kirkju til nýrra sambúðarforma og fjölskyldumynsturs4 og
síðast, en ekki síst, viðskiptasiðfræði5, í heimi þar sem mannleg eymd hefir
aldrei verið stærri og auðurinn aldrei meiri, svo fátt eitt sé nefnt. Jafnan tengir
hann þessi vandamál bæði biblíulegum forsendum kristinnar siðfræði6, og
grundvelli kristinnar og lúterskrar kenningar7 sem hann, eftir atvikum, ber
saman við erfikenningu rómversk kaþólsku kirkjunnar. Björn býr einnig að
viðtækri þekkingu á mannlegum samskiptum í gegnum störf sín fyrir félags-
málaráð Reykjavíkurborgar og margs konar nefndarstörf á sama vettvangi. Og
alla þessa þekkingu og reynslu tjáir hann og túlkar með áhuga sínum á félags-
fræði trúarbragðanna og með samskiptum við stúdenta og samkennara innan
veggja háskólans sem utan þeirra. Hann endurspeglar vorið í samstæðilegri
guðfræði.
í hugum margra og ef til vill flestra stúdenta Björns á áttunda og níunda
áratug síðustu aldar, og trúlega ávallt á prófessorstíð hans, var kristin siðfræði
(e. Christian ethics) í fyrstunni talin af stúdentum samanstanda af algildum
boðum (og bönnum). Siðfræðin var þannig talin hafin yfir vanda sem fyr-
irbæri. Manneskjan átti að vera vandinn eða þegar hún óhlýðnaðist siðaboð-
unum (e. the moral law). Á meðal siðfræðinga sem Björn kynnti stúdentum
sínum á þessum árum var N. H. G. Robinson. Hann vakti þegar athygli á
því að innan kristinnar siðfræði væri að finna eðlislægan vanda. Sá birtist í
Nelson, Embodiment: An Approach to Sexuality and Christian Theology (Foreword by Norman Pittinger; London:
SPCK, 1979).
2 T.d. Bernard Háring, MedicalEthics (rev. ed.; ed Gabrielle L. Jean; Slough: St. Paul Publications, 1974 [1972]);
Bernard Háring, Manipulation: Ethical Boundaries ofMedical Behaviouraland Genetic Manipulation (Slough: St.
Paul Publications, 1975).
3 T.d. Elisabeth Kiibler-Ross, On Death andDying (Foreword by C. Murray Parkes; London: Tavistock, 1970).
4 Sjá einkum Björn Björnsson, The Lutheran Doctrine ofMarriage in Modern Icelandic Society (Oslo & Reykjavik:
Universitetsforlaget & Almenna bókafélagið, 1971).
5 Robert Benne, The Ethic ofDemocratic Capitalism: A Moral Reassessment (Philadelphia, PA: Fortress, 1981).
6 T.d.,T. W. Manson, Ethicsandthe Gospel (London: SCM, 1960); Birger Gerhardson, TheEthos of the Bible (ensk
þýð. Stephen Westerholm; Philadelphia, PA: Fortress, 1981 [1979]).
7 T.d., Dietrich Bonhoeffer, The Cost of Discipleship (ensk þýð. R. H. Fuller og Irmgard Booth; Bungay, Suf-
folk: SCM, 1959 [1937]); Emil Brunner, The Divine Imperative (ensk þýð. Olive Wyon; A Study in Christian
Ethichs; Philadelphia, PA: Westminster, 1937 [1932]); Helmut Thielicke, TheologicalEthics. Volume 1 ■. Founda-
tions (ensk þýð.; ed. William H. Lazareth; Philadelphia, PA: Fortress, 1966); idem, TheologicalEthics. Volume 2:
Politics (ensk þýð.; ed. William H. Lazareth; Phiiadelphia, PA: Fortress, 1969); James M. Gustafson, Christian
Ethics and the Community (A Pilgrim Press Book; Philadelphia, PA: United Church Press, 1971); Wolfhart Pan-
nenberg, Ethics (ensk þýð. Keith Crim: Philadelphia, PA & London; The Westminster Press & Search Press,
1981 [1977]).
184