Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 188
Fyrra viðhorfið skortir þáttinn um siðferðilegt innsæi, segir Robinson, hið
síðara þann þátt sem lýtur að þeirri staðreynd að siðferðileg breytni og for-
sendur koma til skjalanna í kringumstæðum lífsins (e. in the act of living).10
Siðfræðileg breytni grundvallast þannig ekki á því að hlýða boðum og
bönnum að þessum skilningi eins og Patrick Nowell-Smith heldur einnig
fram. Hann sýnir fram á að hugmynd um almáttugan guð, sem skipar ein-
hverjum fyrir um verk, kunni að fela í sér illa ætlun. Einstaklingur sem neitar
að framfýlgja boði slíks valds, á þeim forsendum að boðið sé illt, kann að
sýna valdinu vansæmd en hefir ekki framið neitt illt.* 11 Oll siðferðileg kerfi (e.
system ofmorality) er unnt að flokka ýmist eftir innihaldi (boð og bönn kerf-
isins) eða formi (forsendur kerfisins og hvernig þær eru taldar tengjast), segir
Nowell-Smith. Fyrrtalda stefnan, kennd við hlýðni eða forræði, boðmögn (e.
deontology), gefur sér að forsendu að reglur siðferðilegrar breytni séu aigildar
og óháðar afleiðingum þess að hlýða þeim. Þessa stefnu telur Nowell-Smith
dæmigerða fyrir siðferðilega breytni eins og henni er lýst í bókum Gamla
testamentisins (enda þótt ekki sé sú stefna sú eina sem þar birtist). Síðartalda
stefnan, kennd við markmið eða tilgang (e. teleology) gefur sér að forsendu
að reglur siðferðilegrar breytni séu ævinlega háðar tilgangi þeirra og í raun
metnar að verðleikum í ljósi þess hvernig þær mæta slíkum eftirvæntingum.
Þessa stefnu segir Nowell-Smith einkenna rit Nýja testamentisins (enda þótt
þar sé einnig að finna aðrar stefnur eins og um algildar reglur siðferðilegrar
breytni). Kristindóminn sjálfan telur Nowell-Smith einkennast af fyrrgreindu
stefnunni en þá alhæfingu réttlætir hann í ljósi samanburðar við húmanísk-
ar áherslur. Sá samanburður leiðir í ljós, að hans mati, að þættir í kristinni
10 Ibid., 149. Robinson bætir við, „The question of autonomy and heteronomy is then not nearly as simple as at
first sight it may appear; and in fact it seems to present something of a dilemma, for on the face of it either the
moral life is empty or it is arbitrary. Moreover, it is important to notice, with this dilemma even general ethics
has to reckon, it does not arise first of all for the Christian moralist” (ibid., 149-150).
11 Patrick Nowell-Smith, „Morality: Religious and Secular,” í Eleonore Stump og Michael J. Murray ritstj., Philo-
sophy ofReligion: The Big Questions (Philosophy: The Big Questions; Oxford: Blackwell, 1999), 404. (Greinin
birtist fyrst árið 1961.) Nowell-Smith bætir við að þetta dæmi taki ekki fyrir einhverjar þær kringumstæður sem
réttlættu að einstaklingur tæki mið af æðra kennivaldi eða að siðferðileg breytni gæti ekki haft nokkurs konar
innri grundvöll (internal basé). Nytjastefnan (utilitarianism) er dæmi, segir Nowell-Smith, um samræmt kerfi
sem felur í sér að tilteknum viðhorfum er haldið fram vegna þess að öðrum viðhorfiim er haldið til streitu. Sam-
kvæmt þessari stefnu ber að meta alla siðferðilega breytni með tilliti til þess hvort hún hafi tilhneigingu til að
efla mannlega hamingju, (ibid., 404-405). Sjá frekar, Páll Skúlason, Siðfrœði: JJm erfðleika ísiðfrœði ogforsendur
ákvarðana (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1990), 59-64; 150. Páll notar í þessu samhengi hugtökin
„forræðishyggja, sjálfdæmishyggja” og „heillakenning” (utilitarianism).
186