Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 189
siðferðilegri breytni sem húmanistar geta tekið undir fyigi síðari stefnunni en
þættir í sömu breytni sem þeir hafna fylgi fyrri stefnunni.12
Nowell-Smith heldur síðan áfram umfjöllun sinni þar sem hann ber þessar
tvær höfuð kenningar innan siðfræðinnar saman við niðurstöður könnunar
uppeldisfræðings á þroska barna. Sá samanburður leiðir í ljós, að hans mati,
að siðferðiskrafa kristindómsins sé barnaleg (e. infantilé) og hafi sem slík aldrei
náð að þroskast. Börn, á hinn bóginn, hefja þroskaferil sinn með því að til-
einka sér siðinn á grundvelli boða og banna (t.d. í kristnu samhengi) en þegar
þau vaxa úr grasi taka þau að beita skynsemi sinni til að taka siðferðilegar
ákvarðanir og þar segir Nowell-Smith skilja leiðir á þroskaferli einstaklinga og
kristindómsins. Markmiðsáherslan, sem hann telur mest einkennandi fyrir rit
Nýja testamentisins og jafnframt þá sem varð undir í mótun kristindómsins,
birtist á hinn bóginn í siðferði húmanismans.13
Á meðan Robinson stillir siðfræði kristindómsins (með sínum þversögn-
um) upp sem andstæðu við siðfræði Kant, þá flokkar Nowell-Smith þann
síðarnefnda með kristindóminum andspænis markmiðskenningum.14 Nowell-
Smith byggir hina meintu samsvörun á milli markmiðsstefnu Nýja testament-
isins og húmaninsmans á formlegum forsendum, eins og áður hefir komið
fram, en ekki á innihaldi sem slíku. Skilgreining markmiðsins verður þá enn
fremur háð ólíkum forsendum. I þeim anda talar tilvistarheimspekingurinn
ekki um synd heldur sekt í mannlegum samskiptum. Hazel E. Barnes heldur
því fram að sekt sé tilfmning sem eigi sér fullkomna samsvörun við aðrar
mannlegar tilfinningar. I félagslegu tilliti er sekt takmörkuð við samfélagið
eitt, að hans mati, og hugmyndir um sekt og sektarkennd verða aðeins grund-
vallaðar á félagslegu samhengi.15 Barnes ber þetta sjónarmið saman við guð-
12 Nowell-Smith, ibid., 405. Páll Skúlason flokkar siðferðileg kerfi eða „forsendur siðferðilegrar ákvörðunar” á
grundvelli þriggja en ekki tveggja ,kenninga’: [1] „náttúrulögum,... [2] frjálsri skuldbindingu eða... [3] von um
heill eða hamingju,” Siðfræði, 150; sjá frekar 150-157. Robinson telur síðast töldu forsenduna, sem Páll fjallar
um, nálgast það að afskrifa siðakröíú (morality) almennt og yfirleitt, Christian Ethics, 148-149; Nowell-Smith
fjallar ekki um þessa þriðju forsendu eða kenningu, sem Páll tiltekur, í samhengi hins gyðing-kristna arfs, „Mo-
rality,” 405-406.
13 „Morality," 406-411.
14 Siðfræði Kant er enda jafnan talinn til boðmagna (deontoloy) þótt sumir hafi jafnvel talið einstakar áherslur hjá
honum benda í áttina að nytjastefnu (utilitarianism). Sjá t.d. umfjöllun William K. Frankena, Ethics (Founda-
tions of Philosophy Series; Englewood CIifFs, NJ: Prentice-Hall, 1963), 25-28.
15 Hazel E. Barnes, An Existentialist Ethics (Chicago, IL & London: The University of Chicago Press, 1967), 71.
Þessi siðfræðilega áhersla setur siðinn á milli einstaklings og samfélags (e. metaethic) þar sem merking er réttlætt