Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 191
Kenning Lúters hefir einmitt verið gagnrýnd fyrir að halda þessum sviðum
sitt á hvorum stað og það skapar vandamál um lúterskan grundvöll félags-
legrar siðfræði.20
Tilraunir guðfræðinga til að túlka Tveggja ríkja kenningu Lúters á þann
veg að brúa bilið milli umdæmanna tveggja hafa ekki reynst sannfærandi, að
skilningi Björns, þar eð drottinsvald Krists yfir hinu veraldlega ríki virðist eftir
sem áður skorður settar.21 Björn segir:
... in nuce we can say that there has gradually emerged a distinct
discrepancy between the reading of the two kingdom doctrine of our
question [i.e. about the relationship between iustitita christiana and
iustitita civilis] and the reading which has been found to be congenial
to the New Testament confession of Jesus as Lord. In this confession
there converge the various points which have not been found truly rep-
resented by the two kingdom doctrine. Christology, soteriology, and
eschatology, all being aspects of the faith to which the doctrine of the
two kingdom does not render full justice, ultimately unite in the con-
fession of‘Jesus Christ is Lord’ (Phil. 2.11).22
Grundvallar félagslegrar lúterskrar siðfræði verður því að leita annars staðar en
í Tveggja ríkja kenningu Lúters, segir Björn, og hann leggur til hvorki meira
né minna en játninguna á herradómi Jesú Krists. Tveggja ríkja kenningin er
þannig skilgreind sem barn síns tíma (þegar Guð var viðurkenndur ótvíræður
herra beggja sviðanna. A dögum afhelgunar (e. secularization) er krafist nýrra
skilgreininga og þar verður forsendan að verða eitt ríki Guðs og óskipt eins og
Björn fjallar um.23 í tveimur köflum ræðir Björn um kristsfræðina annars veg-
ar og frelsi manneskjunnar sem herradómur Krists kemur í kring hins vegar.
Frá sjónarhóli kristsfræðinnar birtist hið kristna réttlæti ávallt í samhengi hins
félagslega eða veraldlega réttlætis á magnþrunginn hátt (e. dynamic nature),
það endurspeglar hinn lifandi Guð sem kallar eftir svari manneskjunnar, segir
Björn.24 Frelsið sem drottinvald Jesú Krists kemur í kring á meðal mannfólks-
20 Lutheran Doctrine of Marriage, 189-194.
21 Ibid., 194-197 (túlkun Paul Althaus); 197-200 (túlkun Johannes Heckel).
22 Ibid.,201.
23 Ibid., 201; sjá einnig Pannenberg, Ethics, 126-131.
24 Ibid., 203-214.
189