Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 194
fæðist inn í slíka heima eða reisir nýja heima þar sem því líður vel. Trúar-
brögðin eru í þessu ljósi einn slíkur merkingarheimur af mörgum, sem mann-
fólkið hamrar saman. Heimur trúarbragðanna endurspeglar umfram annað
eftirvæntingar og örlög fólks sem er að uppgötva hvað það er að vera mennskt.
Mannlegar tjáningar, athafnir og eftirvæntingar sem kallast „trúarlegar“, segir
Smith, eiga sér stað á tilteknum stað í sögunni. Trúarbrögðin eru, innan þessa
tiltekna sögulega ramma, leit manneskjunnar til að ná tökum á kringumstæð-
um sínum, heldur Smith áfram. Manneskjan skapar sér rými þar sem hún geti
dvalist á merkingarfullan hátt. Og það sem meira er, trúarbrögðin eru tæki til
að tengja rými einstaklingsins við fjölda svæða í umhverfinu og samfélaginu
á þann hátt að tilvera hans/hennar sýnist skipta máli. Trúarbrögðin birtast
þannig, að áliti Smith, sem sérstök útgáfa af mannlegri sköpunargáfu sem
bæði uppgötvar takmörk og setur mannlegri tilveru takmörk. Nánar tiltekið
þá eru trúarbrögðin tilraun til að kortleggja, byggja og eigna sér slíkar valda-
stöður með trúarlegum textum (mýtum), trúarlegum athöfnum (ritúölum)
og reynslu sem lýst er sem umskiptum (e. transformation) ,33
A grundvelli þessarar skilgreiningar á trúarbrögðum er þá ekkert til að
mynda hreint eða óhreint í sjálfu sér eða heilagt og vanhelgað. Manneskjan er
sá hugur sem skapar slík hugtakamynstur eða (landa)mæri sem eru fljótandi
allt eftir því hvaða kort er notað í það og það skiptið eins og Smith heldur
fram. Hann tekur dæmi úr sveit þar sem bóndi þvær sér um hendurnar áður
en hann neytir morgunverðarins og veltir síðan mold á milli lófa sinna þegar
hann heldur út að sinna skepnunum.34 Sá heimur sem hér er lýst í mótun
kallar Smith staðbundinn (e. locative) og höfund hans konungum líkan (e. im-
perialfigure). Hann einkennist af því að finna samræmi á milli fyrirbæra eins
og að framan er lýst. Þessi heimur þolir ekki ósamræmi. I trúarlegum athöfn-
um er ósamræmið sett á svið (eins og allsherjar ringulreið) og því fundin lausn
í endursköpuðu jafnvægi. Og þessi heimur endurspeglast einnig í aðferðafræði
margra trúarbragðafræðinga sem leita slíks samræmis eins og Smith bendir á.35
33 Ibid.,291.
34 Ibid., 291. Smith bætir við, „There was nothing ‘natural’ about my farmers activities. Rather, he had created a world
by gestures and words in which he , his family and farm gained signficance and value. There were certain ‘givens’
which limited his creativity and there were elements of freedom - even of arbitrariness - in his creation,” ibid., 292.
35 Ibid., 293. Smither segir, „I find the same conservative, ideological element strongly to the fore in a variety of
approaches to religion which lay prime emphasis upon congruency and conformity, whether it be expressed
192