Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 195
Sagan af bóndanum á sér samsvörun í mörgum trúarlegum textum og hefðum
sem byggja á sömu forsendum um jafnvægi (eins og í mörgum textum Gamla
testamentisins). Aðrir trúarlegir textar byggja heim þar sem ringulreiðin er alls
ráðandi og eitt með dauðlegri tilveru segir Smith. Ólíkt hinu meinta jafnvægi
í fyrrgreindri heimsmynd þá leitast þessi við að yfirgefa heiminn í sinni núver-
andi mynd og leita nýrra heimkynna, nýrrar veraldar. Endurtúlkun jóganna
á brahamanískum hefðum er dæmi um trúarlega texta af þessum toga. Þann
heim sem hér er lýst kallar Smith óraunverulegan (e. utopian). í trúarlegum at-
höfnum er ringulreiðin umflúin (eins og í táknrænni ferð til hins nýja heims).
Viskan birtist hér ekki í persónu spekingsins eins og í hinum staðbundnu
textum heldur í persónu frelsara sem þekkir veginn út úr ógöngunum eins og
Smith lýsir þessu ferli.36 Til að rannsaka þessa texta hefir þó meira og minna
sömu aðferð verið beitt eins og við þá fyrrtöldu, þ.e. þeim er stillt saman og
síðan bornir saman við texta sem byggja á annarri heimsmynd.
Smith tiltekur þriðju gerð trúarlegra texta þar sem byggður er heimur ósam-
ræmis (sem einkennist hvorki af jafnvægi né flótta). Hér er um að ræða texta þar
sem vandamál eru skilin eftir óleyst, ósamræmið og spenna látin haldast að mati
Smith. Dæmi um trúarlega texta sem geyma slíkar hefðir er Sagan um Hœnúvele
frá Keram eyju í Indónesíu og Sagan aftveimur brœðrum frá Tangu þjóðinni
á Nýju Gíneu. Heim þessara texta kallar Smith einfaldlega heim ósamræm-
isins (e. incongruity). Ósamræmið, ringulreiðin, gjáin sem þessir textar viðhalda
verður ekki stillt né brúað í trúarlegum athöfnum. Textarnir standa eftir fylltir
spennu sem laðar fram hugsun, skynsamlegar vangaveltur um hvað sé á seyði.
Og hér dregur Smith loks upp nýja aðferð í samanburðarfræði trúarbragðanna
sem byggist á því að bera saman það sem ólíkt er fremur en flokka efni saman á
yfirborðslegan hátt sem oftar en ekki reynist gjörræðisleg aðferð og villandi.37
Þessir ólíku heimar sem birtast í þessum tilteknu og ólíku textum og aðferð-
ir trúarbragðafræðinga sem mótast hafa af rannsóknum á þeim endurspegla
umfram allt neikvæða afstöðu til þeirra sem eru ekki hluti af viðkomandi
through phenomenological descriptions of repetition, flmctionalist descriptions of feedback mechanisms or
structuralist descriptions of mediation,“ ibid., 293.
36 Jonathan Z. Smith, „The Influence of Symbols upon Social Change,” í sami, Map Is not Territory: Studies in the
History ofReligions (Studies in Judaism in Late Antiquity 23; Leiden: Brill, 1978), 139.
37 Um þessa aðferð sjá t.d. Jonathan Z. Smith, „What a Difference a Difference Makes,” í sami, Relating Religions:
Essays in the Study of Religion (Chicago, II & London: The University of Chicago Press, 2004), 231-302.