Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 196
hefð (e. the other) annars vegar og tilraun til að sjá og skoða það sem er fram-
andi (e. differencé) sömu hefðum á skynsamlegan og virðingarfullan hátt hins
vegar.38 Trúarlegir textar (mýtur) eru í eðli sínu safn efnisþátta, að niðurstöðu
Smith, með takmarkað svið menningarlegrar merkingar. Þessir efnisþættir eru
efniviður til skynsamlegrar umhugsunar og tilrauna sem heimfærðar eru upp
á tilteknar kringumstæður. Smith telur jafnframt að máttur mýtunnar standi
og falli eftir því hvort efnisþættir í henni verði notaðir eða nýtist í slíkum
tilgangi. A sama hátt eiga sumar trúarlegar athafnir (ritúöl) mátt sinn undir
árekstrum á milli eftirvæntinga og veruleika, segir Smith, og tileinkunar á því
misræmi sem tilefni til skynsamlegrar hugsunar.39
Rangar skilgreiningar á eðli trúarlegra texta hafa þannig, að mati Smith,
haft í för með sér alvarlegar félagslegar og siðferðilegar afleiðingar, hann segir:
We have not been attendant to the ordinary, recognizable features of religion
as negotiation and application but have rather perceived it to be an extraordin-
ary, exotic category of experience which escapes everyday modes of thought.
But human life - or, perhaps more pointedly, humane life — is not a series
of burning bushes. The categories of holism, of congruity, suggest a static
perfection to primidve life which I, for one, find inhuman.40
Trúarlegir textar (mýtur), að skilningi Smith, eru þannig ekki guðlegar op-
inberanir heldur endurvarp félagslegra tilrauna manneskjunnar til að byggja
menningarheima. Hin félagslegu mæri sem þar verða til eru tilviljunum háð,
einstökum kringumstæðum, og í þessu ferli liggur uppspretta siða og siðferð-
is. Það er þessi tilviljunarkenndi siður sem verður forsenda trúarbragðanna
ef svo má að orði komast í Ijósi þessarar félagssögulegu rannsóknar á trúar-
legum textum sem Smith gerir að aðferð sinni. Þessar tilraunir opinbera um
leið ólíkar myndir mennskunnar í þeim heimum sem hún heldur áfram að
byggja. Grundvöllur trúarbragðanna er þá félagslegur eða siðferðilegur fremur
en verufræðilegur rétt eins og Kant heldur fram þegar hann skilgreinir trúar-
brögðin frá sjónarhóli hinnar praktísku skynsemi.41
38 Sjá frekar um þetta vandamál í grein Jonathan Z. Smith, “DifFerential Equations on Constructing the Other,” í
sami Relating Religions: Essays in the Study of Religion (Chicago, II & London: The University of Chicago Press,
2004), 230-250.
39 “Map Is not Territory,” 308.
40 Ibid., 308.
41 Kant segir, “Diese Idee eines moralischen Weltherrschers ist eine Aufgabe fiir unsere praktische Vernuft. Es liegt
uns nicht sowohl daran, zu wissen, was Gott an sich selbst (seine Natur) sei, sondern was er fúr uns als mor-
194