Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 197
Þær félagssögulegu rannsóknir og skýringar á trúarlegum textum sem hér
er vitnað til hafa verið taldar forsenda fyrir frekari rannsóknum til að mynda
í átt að sálfræðilegum rökum fyrir trúarlegum þáttum í heimi menningarinn-
ar. Með öðrum orðum sálfræðilegar rannsóknir ná ekki að skýra þau félags-
legu kerfi sem varða menningarbakgrunninn sem sérfræðingar, eins og Smith,
byggja endanlega nákvæmari rannsóknir sínar á. Kerfi tungumála, skyldleika,
flokkunar (t.d. á hvað sé náttúrulegt, hvað sé mannlegt o.s. frv.), landfræði-
legra kortlagninga, aðgreiningar á félagslegum sérleik, tækni og framleiðslu,
félagslegra stofnanna, skilgreininga á hlutverkaskiptum, almanaka, reglna um
hegðun, refsinga, uppfræðslu o.s. frv. falla öll undir hina félagslegu vídd sem
sálfræðilegar forsendur ná ekki að skýra einar og sér segir Burton L. Mack.42
Mannleg samfélög verða ekki til né viðhaldast á grundvelli einhvers konar
þarfa einna saman né sálfræðilegra hvata að hans mati.43
Siðfræði og hugsun
Ilkka Pyysiainen bendir á hinn bóginn á að félagsvísindalegar og félagssögu-
legar rannsóknir á trúarbrögðunum einar og sér nægi ekki til að skilgreina
þetta áberandi fyrirbæri mannlífsins sem trúarbrögðin eru. Pyysiainen heldur
því fram að trúarleg hegðun og hugsun verði ekki skýrð á grundvelli fornra
texta einna saman né skýringum mannfræðinga í formi hnittinna sagna.
Trúarlegan efnivið (e. religious materials) ber að skilgreina, segir Pyysiainen,
á forsendum samstæðilegrar kenningar um mannshugann.44 Rannsóknir á
trúarbrögðum eru þá jafnframt skoðaðar á sama hátt og önnur fyrirbæri í
mannheimi. Pyysiainen gagnrýnir mannfræðinga sem skilgreina trúarbrögðin
alische Wesen sei; wiewohl wir zum Behuf dieser Beziehung die göttliche Naturbeschaffenheit so denken und
annehmen miissen, als es zu diesem Verháltnisse in der ganzen zur Ausfuhrung seines Willens erforderlichen
Vollkommenheit nötig ist, (z.B. als eines unveránderlichen, allwissenden, allmáchtigen etc. Wesen) und ohne
diese Beziehung nichts an ihm erkennen können,” Religion, 185.
42 Burton L. Mack, The Christian Myth: Origins, Logic, andLegacy (New York, NY & London: Continuum, 2003),
85.
43 Mack segir, „Customary references to „calorie quotients,” „bilogical needs,” „acquisitive instincts,” „fear,” „ag-
gression,” and „species protection,” are not enough to account for the intricate systems of signs that structure
human societies or the processes of socialization and tuition required to master them,” ibid., 86.
44 Ilkka Pyysiainen, „Introduction: Cognition and Culture in the Construction of Religion,” í sami og Veikko
Anttonen ritstj., Current Approaches in the Cognitive Science of Religion (London & New York, NY: Continuum,
2002), 1.