Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 198
á þeirri forsendu að þar sé um að ræða táknræna tjáningu á hinum félagslega
veruleika. Ef jafnaðarmerki er sett á milli hins ‘trúarlega’ og ‘menningar’ þá
verður hugtakinu ‘trúarbrögð’ í raun ofaukið. En jafnframt, segir Pyysiainen,
er mögulegt að einangra tiltekin hugsunar- og hegðunarmynstur sem þannig
mynda nokkurs konar undirflokk á meðal stærri slíkra flokka í menningunni,
og þennan undirflokk má skilgreina sem ‘trúarlegan’. Af þessum athugunum
gerðum dregur Pyysiainen þá ályktun að nauðsynlegt sé að fara bil beggja
hvað varðar félagslegar hliðar (hugsun og hegðun) og hugsunarlegar hliðar
(hugar- og heilastarfsemi) til skýringar á eðli trúarbragðanna eða þessa þáttar
í menningunni.45 Hann útlistar í framhaldi af því hvernig hugsunarfræði sem
byggir á módelum um samhengi hugsunar (e. connectionist models) leggi til
grundvallar hugmynd um hæfileikann til hugsunar á grundvelli mótunar og
eflingar sambanda á milli taugafruma. Einstakar taugafrumur eru ekki gáf-
aðri, segir Pyysiainen, en aðrar frumur líkamans, en þegar þær mynda sam-
hangandi og hliðstæð net þá verður manneskjan sá fulltrúi heimsins sem hún
er.46 Pyysiainen heldur því jafnframt fram að trúarbrögðin beri að rannsaka
á grundvelli náttúrulegra forma mannlegrar hugsunar og hegðunar án nokk-
urrar tilvísunar til guðfræðilegra forsenda. Þannig fjalla hugsunarvísindi, þar
með talin taugalífeðlisfræði og þróunarsálarfræði, vísindalega um það hvernig
trúarlegar hugmyndir eru tileinkaðar, kynntar og þeim miðlað.47
Hume, eins og til að mynda þeir Aristóteles (384-322 f. Kr.) og René Desc-
artes (1596-1650), útskýrði tilfinningar (að hluta) sem túlkun hugsunarinnar.
Hume talar í þessu sambandi um „afleiddar tilfinningar“ en þær birtast til að
mynda í hræðslu sem komin er til vegna reynslu af einhverju sársaukafullu.48
45 Ibid., 1-2. Pyysiainen segir, „Minds always operate in some context, and the boundary between a mind and
its environment is in a sense a negotiable one. We cannot understand the mind/brain apart from the reality of
which it is a part... This takes us towards connectionist models of cognition rather than functionalism/cognitiv-
ism, ... ” ibid., 2.
46 Ibid., 2. Pyysiainen heldur síðan áfram að lýsa muninum á þessari aðferð og eldri hugmyndum um mannleg-
an skilning. Hann segir, „From the connectionist perspective, the basic error of classic rule-and symbol-based
artifical intelligence is that combinations of human cognitive powers and manipulation of external reality are
regarded as an inherent property of the human mind alone. Although ultimately it is our brains that make it
possible for us to use external reality as an external memory store, there is no sharp dividing line between the
brain and the exteranl world.... Beginning to extend the mind by exploiting material culture and social structure
as means of augmenting the mental capacities of the brain has been considered a key event in the evolution of
the modern mind,” ibid. 2-3.
47 Ibid., 6.
48 Páll S. Árdai, Siðferði, 56.
196