Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Síða 199
„Afleidd tilfinning á sér alltaf orsök í fyrri reynslu“ eins og Páll S. Árdal kemst
að orði. Páll skýrir frekar hvernig Hume flokkar hinar meintu afleiddu til-
finningar eftir eðli sem þannig geta átt sér misjafnlega langt líf með tilteknum
einstaklingum, eins og til að mynda munurinn á reiði og hatri. Þessi flokkun
leiðir Hume að þeirri niðurstöðu, segir Páll, að fjórar ástríður mynda nokkurs
konar „frumkenndir“, sem Hume taldi vera: „ást, hatur, stolt og blygðun". Á
grundvelli ákveðinna gerða þessara frumkennda ímyndar Hume sér að hann
geti lagt „siðferðilegt mat“ á fólk almennt og yfirleitt eins og Páll fjallar frekar
um.49 Matið liggur í því að frumkenndirnar eru, segir Páll, „í rauninni þær
tilfmningar sem við berum í brjósti þegar við bregðumst vel eða illa við eig-
inleikum manna.“ En í þessari kenningu Hume er þversögn, að mati Páls, sem
felst í því að frumkenndirnar eru „hlutdrægar“ sem augljóslega fellur ekki vel
að því að nota þær til að móta siðferðilegt álit á fólki.50 Enda þótt Hume leitist
við að skýra þetta mat frekar í ljósi hugmyndar sinnar um „samhygð“, eins og
Páll rekur, þá lýsir hann þessum tilraunum Hume sem ‘frumstæðri sálarfræði’.
En eftir stendur, segir Páll, að Hume hefir sýnt fram á að tilfmningar fólks séu
oftar en ekki einmitt „hlutdrægar".51
Margs konar kenningar um tilfmningar hafa séð dagsins ljós eftir daga
Hume. Pyysiainen skýrir nálgun þessa fyrirbæris í nútímanum út frá einni af
minnst þrenns konar forsendum: (1) almenn dæmi um reiði, ótta o.s.frv.; (2)
félagslega skilyrtar tilfmningar; og loks (3) tilfmningar á breiðari grundvelli sem
er viðfangsefni hugsunarfræða nútímans í ljósi taugalífeðlisfræðinnar og þróun-
arsálarfræði.52 Samkvæmt kenningum af síðastnefnda toganum er engin hugsun
(e. rationalitý) til sem ekki er lituð af tilfmningum (nema ef einstaklingur sé
heilaskaðaður). Þannig er þá öll rökræða leidd af tilfinningum, segir Pyysiainen,
ekkert er til sem heitið getur hrein og ómenguð hugsun.53 Hann segir,
It is ... unavoidable that decisions are made on the basis of the gut feeling that
is associated with what one has in mind. [Antonio R.] Damasio calls this feel-
ing a ‘somatic marker’, because it is a bodily state that makes a mental image.
49 Ibid., 57.
50 Ibid., 59.
51 Ibid., 65; 66.
52 Ilkka Pyysiainen,
53 Ibid., 108.
How Religion Works: Towards a New Cognitive Science ofReligion (Leiden: Brill, 2003), 102.
197