Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 200
It forces attention on the negative outcome to which an action may lead, thus
contributing to a cost/benefit analysis by reducing the number of options.
Neurophysiologically this meachanism is located in the prefrontal cortrices
and the amygdale.54
Pyysiainen bætir við að flestar slíkar tilfinningar, sem Damasio skýrir á grund-
velli líkamlegs ástands sem kallar fram mynd í huganum (e. somatic markers),
hafi orðið til í því ferli sem samanstendur af menntun og aðlögun að samfélagi
með því að tengja sérstaka flokka af áreiti við sérstaka flokka af líkamlegu
ásigkomulagi (e. somatic states).55 Pyysiainen fjallar síðar um með hvaða hætti
tilfinningar koma inn í myndina um kröfuna um trúarleg sannindi. Þar vitnar
hann aftur í kenningu Damasio um merkingar líkamans. Tilfinningar, segir
Pyysiainen, sem einkenna bæði trú og reynslu eru líkamlegt ásigkomulag (e.
bodily states) sem einkenna trúarlega tjáningu í þeim skilningi að samband er
myndað á milli trúarlegrar tjáningar og líkamlegra viðbragða sem eru upp-
lifuð eins og „ótti, depurð, hamingja, reiði eða ógeðfeldni“.56
Ondvert við kenningar um trúarbrögðin sem einn heima menningarinnar,
þá telur Pyysiainen að slíkar hugmyndir hafi staðið í vegi fyrir skilgreiningum
hugsunarvísinda um alla slíka heima. Þær skilgreiningar ganga út frá því að á
endanum séu slíkir heimar reistir á hugsunarlegri tjáningu (e. mentally represen-
ted) einstaklinga í hópi fólks. Þannig reisa þá hæfileikar hugsunar mikilvægar
girðingar um öll trúarleg form.57 Það er hvorki hugurinn (e. mind) einn sem
hefir mótað samfélagið né samfélagið eitt sem mótað hefir hugann segir Pyysi-
ainen. Hugur og samfélag hafa mótað hvort annað í löngu og flóknu ferli.58
Loks fjallar Pyysiainen um siðferði og siðfræði í samhengi þessa samspils
félagslegra vídda og mannlegrar hugsunar. Hann setur fram gagnrýni á hefð-
bundnar skilgreiningar heimspekinnar og bendir í því sambandi á að stærst-
54 Ibid., 108.
55 Ibid., 108.
56 Ibid., 141. Pyysiainen bætir við, „These somatic markers force particular attention on the negative outcome of
the possible rejection of religious belief. As a rational cost-benefit analysis concerning the rejection or accept-
ance of counter-intuitive concepts far exceeds the capacity of human working memory, we have to decide by a
„gut feeling”, as Damasio puts it. Although this hold in most non-religious cases as well, religious thinking is
special in that it involves counter-intuitive representations more difficult to process than representations merely
confirming domain-specific intuitive ontology,” ibid., 141.
57 Ibid., 158.
58 Ibid., 183.
198