Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 206
lært hvað það merkir og utan þess hefur það ekkert gildi.5 Þegar táknið talar
til okkar þá nær það til afkima skynjunarinnar og snertir allan manninn að
hjartans innsta grunni.
Sitthvað er táknrænt atferli eða aðgerð, verk.6 Verkið, aðgerðin verður að
leiða til réttrar niðurstöðu, hún þarf að vera nytsöm. Táknrænt atferli getur
hins vegar haft margræða merkingu. Þannig fer maðurinn í réttar stellingar
með því að krjúpa niður til bæna, í auðmýkt beygir hann holdsins og hjartans
kné eins og Hallgrímur orðar það réttilega. Söm er einnig raunin hvað orðin
áhrærir. Þannig eru táknræn orð margræð á meðan hrein og bein orðsend-
ing er gagnsæ, augljós, kvitt og klár. Að segja eitthvað er að gera það sýnilegt
(segja, sjá; enska: say, see; gríska: femi, faino), bera það inn í ljósið.7 Táknræn
orð tjá hins vegar það sem aldrei verður fyllilega varpað ljósi á. Þau eru ekkert
endilega hátimbruð eða færð í listrænan búning, þau geta þvert á móti verið í
ætt við hjal óvitans eða falist í þögninni sem býr á milli talaðra orða.
Þegar vísindamaðurinn tjáir sig um tilurð heimsins notar hann hugtök, orð
og athafnir sem hafa augljósa merkingu. Sköpunarsagan í Biblíunni er hins
vegar full af táknum sem standa fýrir annað en það sem orðin sjálf segja. í töl-
uðu máli felst svo yfirleitt tvöföld merking. Þegar ég segi t.d. að það sé gott
veður þá er ég e.t.v. ekki eingöngu að lýsa veðrinu (að sjáfsögðu getur það verið
raunin) heldur er ég að minna á nærveru mína og fitja upp á samtali við þann
sem heyrir.8 Munir geta staðið fyrir minningu heillrar ævi. Þeir geta m.a. þess
vegna verið lagðir í kistu látins ástvinar sem tákn um þann hug sem tengir sam-
an heimana tvo, það augljósa og hulda, og brúar þannig skil tíma og eilífðar.
Auðkenni
Endurtekningin er eitt af auðkennum helgisiðarins og hvernig siðurinn birtist
okkur í allri skynjun. Raunar er líf mannsins frá vöggu til grafar fullt af slíkri
taktfastri hrynjandi. Við förum á fætur, skellum okkur í sturtuna, setjumst
að borði (sama sætið), flettum blöðunum, fáum okkur kaffibolla, höldum að
5 Lukken, Rituals iti Abundance, s. 20.
6 Lukken, Rituals in Abundance, s. 22.
7 Lukken, Rituals in Abundance, s. 25.
8 Lukken, Rituals in Abundance, s. 28.
204