Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 207
heiman, göngum til verka o.s.frv. Og þetta gerum við flest með okkar sérstaka
lagi. Öll tilvera okkar er þannig felld í mót ákveðinna endurtekninga, hátíðir,
skólasetning, afmæli og svona mætti lengi telja. Siðirnir eru þannig nauðsyn-
legir til að tengja saman og viðhalda samfellunni í lífinu.
Þó endurtekningin sé eitt af auðkennum helgisiðarins þá er ekki þar með
sagt að hann sé alltaf framinn nákvæmlega eins með ósveigjanlegum og form-
legum hætti, heldur tekur hann mið af stund og stað, hverjir eru viðstaddir og
hvernig þeim kann að vera innanbrjósts. Og helgisiðurinn er alltaf viðleitni til
að gæða lífið og atburði þess inntaki og merkingu og býr líkt og helgisögnin
yfir dýpri skírskotun en blasir við sjónum.
Birtingarmyndir helgisiðanna eru margar. Þær vísa aftur til fortíðar og fram
á við í tíma. Líkar glugga til þess liðna opna þær okkur sýn til þess ókomna.
Taktfastir í formi og samþjappaðir eru helgisiðirnir farvegur tilfmninga, tján-
ing, útrás og leið til huggunar. Helgisiðir, ólíkt raunvísindum, fjalla ekki um
þann þátt lífsins sem hægt er að stjórna, vega og mæla með óyggjandi hætti.
Um leið gildir það bæði fyrir ósýnilegan og sýnilegan veruleika að merking
hlutanna hefur mælanleg áhrif. Helgisiðir, eins og bænin, hafa mælanleg líf-
eðlisfræðileg áhrif. 9 Raunvísindi sem eru svipt því merkingabæra, líkt og ef
læknisfræðin væri rúin tiltrúnni og traustinu, eru jafnframt svipt áhrifamætti
sínum. I iðkun helgisiðarins afsalar maðurinn sér ákveðnu eigin valdi og
leggur sjálfan sig í hendur þess vaids sem er honum æðra. Hann leitar með
öðrum orðum hins guðlega, hins yfirskilvitlega sviðs tilverunnar, í von um
betri framtíð. Helgisiðir eru birtingarmyndir trúar og vonar, ekki valdboðs
og stjórnunar. Þeir eru augljósir og skiljanlegir öllum sem iðka þá í verki og
sannleika en huldir þeim sem standa fyrir utan og krefjast sannanna, tákna og
stórmerkja. Helgisiðir eru órjúfanlegur þáttur lífsins hjá öllum einstaklingum
og þjóðfélögum og án þeirra yrði lífið miklu snautlegra.
Um tengsl helgisiða og menningar
í bók sinni Fest und Alltag ræðir M. Martin um þær siðvenjur sem tengjast
veisluhöldum og hátíðum.10 Þegar menn fara á mis við það að gera sér glaðan
9 Lukken, Rituals in Abundance, s. 62.
10 M. Martin, Fest undAlltag (Stuttgart, 1973), s. 24-28,77.
205