Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 208
dag við hátíðar- og veisluborð verða þeir eins og Martin kallar það untergesund
(subsanitas kallar Lukken það).11 Það ástand kann að leiða til skorts á reynslu,
sljóvgaðra tilfmninga og til skertrar sýnar á lífið. Auðkenni sannrar veislu er
hins vegar fólgið í því sem Martin kallar Ubergesundheit (Lukken super-
sanitas), þ.e. endurnýjun og endurlífgun andans. Þetta sjáum við m.a. sem
stórbrotið viðfangsefni skáldkonunnar Karen Blixen í sögunni af Babette sem
býður til veislu.12 Þar er nýju lífi hleypt í heilt samfélag þegar sundraðir setjast
að sama borði og verða einn hugur og ein sál í trúnaði, sorg og gleði. Helgi
hvíldardagsins býr yfir sömu óræðu leyndardómum. Við tökum sérstaklega frá
einn dag, klæðum okkur uppá, göngum til kirkju, gerum vel við okkur í mat
og drykk og nærum jafnframt andann. Og söm er raunin þegar við bergjum af
nægtabrunni listanna, þá ræktum við innra lífið. Augað og eyrað njóta með.
Haraldur Bessason prófessor ræðir um íslenskar erfðavenjur vestanhafs í
bók sinni Bréftil BrandsP Honum farast þannig orð:
Væri til að mynda ómaksins vert að taka til athugunar ýmsa rétti íslenska sem
prýða matborð á stórháu'ðum vestra en eru löngu horfnir af hversdagsborð-
um fólks og orðnir óumbreytanleg foru'ðartákn við helgiathöfn. Framleiðslu
þeirra á vesturíslenskri stórhátíð má því helst líkja við útdeilingu sakramentis.
Enda þótt svipaða þróun megi greina hér heima er hún mjög hægfara, og
ég efast um að fólk geri sér grein fyrir henni. Um alllanga hríð hefur það þó
tíðkast hér heima að framreiddir séu ár hvert á þorra réttir þeir sem fólk kallar
„þorramat“. Er þar mestmegnis um að ræða ýmiss konar súrmat sem íslenskt
sveitafólk neytti daglega í æsku minni en er nú að mestu horfinn af borðum
fólks. Finnst mér sjálfúm að biðröð á íslensku þorrablóti hér heima sé þannig
smám saman að fá á sig yfirbragð altarisgöngu.14
Þegar litið er til helgisiða í sögulegu samhengi er ljóst að þeir taka margir
hverjir breytingum í tímans rás. Þar nægir að nefna ýmsa helgisiði íslensku
kirkjunnar. Textar og atferli og umgjörð við hinar margvíslegu athafnir, s.s.
skírn, fermingu, hjónavígslu og greftrun, eru með öðrum hætti í nútímanum
en þau voru á fyrri tíð. Textar, sem voru notaðir við hjónavígslu, opinberuðu
áður fyrr m.a. kynbundin viðhorf karllægra sjónarmiða feðraveldisins. í skírn-
arforminu var Djöflinum lengi vel afneitað berum orðum, en það virðist að
11 Lukken, Rituals in Abundatice, s. 61.
12 Karen Blixen, Gestaboð Babette (Reykjavík, 1997).
13 Haraldur Bessason, Bréf til Brands (Seltjarnarnes, 1999).
14 Haraldur Bessason, Bréftil Brands, s. 120.
206