Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 209
mestu óþekkt í dag. í fermingarathöfninni var kunnátta trúnemans prófuð
líkt og á skólabekk, en nú er áherslan á inngöngu í kirkjuna og upplifun,
samfélag, fyrirbæn og blessun. Greftrunarsiðir hafa sumir hverjir varðveist
með svipuðu sniði frá öld til aldar. Ýmislegt hefur þó breyst s.s. eins og þátt-
ur tónlistarinnar. Þar hefur m.a. hlutur veraldlegrar tónlistar aukist og meiri
rækt verið lögð við listræna fágun. Húskveðja sem var nokkuð almenn athöfn
langt fram á síðustu öld er að mestu aflögð, einnig líkvaka sem áður tíðkaðist.
Jónas frá Hrafnagili segir í riti sínu Islenzkir þjóðhœttir (Jónas lést árið 1918)
um líkvökur „algengt var það og mun enda vera sumsstaðar, a.m.k. til fárra
ára, að vaka yfir líkum .. .“15 Fyrrum var iðulega kistulagt heimafyrir og þá fór
leikmaður (gjarnan heimilismaður) með guðsorð og bæn þegar kistunni var
lokað. Nú er um að ræða sérstaka athöfn sem fram fer í kapellu eða kirkju og
prestur sfyrir. Stundum er þörfin bfyn hjá ástvinum að fá að koma oftar en
einu sinni að dánarbeði (frá andláti og þar til kistulagning fer fram), og eiga
þar stund ýmist með öðrum eða í einrúmi, ýmist í nærveru þess sem sfyrir
helgiathöfn eða án (hafi ein slík stund fullnægt þörfinni). Sérstaklega virðist
þörfin fyrir fleiri en eitt skipti vera rík, þegar um sviplegt andlát er að ræða
(skyndidauði, dauði barns o.fl.).
Til skamms tíma var það algengast á íslandi að andlát með aðdraganda ætti
sér stað innan veggja heimilanna. Með tilkomu skipulagðrar sjúkrahússþjón-
ustu færðist það hins vegar í vöxt að sjúkir og dauðvona fengju umönnun á
sjúkrahúsi allt þar til yfir lauk. Nú á allra síðustu árum, með tilkomu svokall-
aðrar líknarmeðferðar og líknardeilda, hafa deyjandi einstaklingar í einhverj-
um mæli fengið umönnun heimafyrir og mætt þar einnig sínu skapadægri.
Þegar andlát ber að höndum á sjúkrahúsi er oftast tilkvaddur prestur (sjúkra-
húsprestur, djákni, sóknarprestur) sem leiðir þá helgistund við dánarbeð þar
sem nánustu ástvinir safnast saman. Lætur nærri að slíkar stundir við dánarbeð
á deildum Landspítala háskólasjúkrahúss séu á milli sex og sjöhundruð ár hvert
sem hlýtur að teljast hátt hlutfall í þjóðfélagi þar sem dauðsföll eru innan við
tvö þúsund ár hvert. Ótaldar eru þá áþekkar athafnir á sjúkrahúsum á lands-
byggðinni, öldrunarstofnunum og á heimilum vítt og breitt um landið.
15 Jónas Jónasson frá Hrafnagili, íslenzkirþjóðhœttir, Einar Ól. Sveinsson bjó undir prentun (Reykjavík, 1934), s.
302.
207