Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 210
Helgisiðir og huggun
Það bar vott um nýjar áherslur kirkjunnar að presturinn skyldi leggja meira
upp úr því að ræða við systkinin en sinna móður þeirra. Líkt og stórfyrirtæki
með ímyndunarvanda vildi nútímakirkjan fyrir alla muni þvo af sér þann
stimpil að hún væri einungis greftrunarstöð full af dauðatáknum og pynt-
ingarmyndum. Nú vildi hún eins og aðrir sækja inn á nýjar markaðslendur;
markað lifenda fremur en látinna, enda viðskiptatækifærin öllu fleiri í þeim
hópi. Áfallahjálp við eftirlifendur var nú orðin mikilvægari í starfi prestsins en
sáluhjálp við hinn látna.16
Skáld geta verið næm á samtíð sína. Líkt og spámenn hins gamla sáttmála
geta skáldin verið eins konar sjáendur sem horfa dýpra en blasir við sjónum
og lesa í merkingu atburða líðandi stundar. Helgisiðir áttu um aldir meiri
ítök í hugum vestrænna manna en þeir eiga í dag. Olæsir gátu verið fluglæsir
á merkingu siðanna einkum táknmál munanna og atferlisins og það sem ekki
var skiljanlegt skynfærum vakti dulúð og lotningu fyrir því yfirskilvitlega. Ars
moriendi, það er listin að deyja, var sett fram í myndmáli sem allir gátu lesið.
Siðurinn, atferlið fékk þannig mikið rými í lífi fólks sem margt þurfti að reyna
í tilveru sem oft á tíðum hékk á veikum þræði. Kannski var einmitt þess vegna
minna hugað að innri líðan þeirra sem misstu en því meira stuðst við siðinn
sem beindi sorginni út fyrir vanmegna manninn og fann henni stað í margvís-
legu atferli sem tryggja mátti hinstu för látins ástvinar og góða heimkomu.
Einsögurannsóknir Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings varpa
nokkru ljósi á sorg fyrri tíðar íslendinga. í riti hans Menntun, ást og sorg 17
kemur m.a. fram að hörð lífsbaráttan leyfði ekki að sorgin legði lamandi hönd
á þann sem þurfti á öllu sínu að halda til að lifa af og tryggja öðrum daglegt
brauð. Það er helst í bréfum og ljóðum að menn láti í ljós líðan sína. Það er
óhætt að fullyrða að fræðilega skoðar sálkönnuðurinn Sigmund Freud fyrstur
manna sérstaklega það sem býr að baki ytri hegðunar syrgjandans í grein sinni
„Treue und Melancholie“ sem birtist á prenti árið 1917.18 Greinin markar
þáttaskil og upphaf nýrra tíma sem nú á dögum auðkennast m.a. af hug-
16 Hallgrímur Helgason, Rokland (Reykjavík, 2005), s. 197.
17 Sigurður Gylfi Magnússon, Menntun ást og sorg. Einsögurannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19. og 20. aldar
(Reykjavík, 1997).
18 Freud, Sigmund, “Mourning and melancholia.” The standard edition of the complete psychological works of S.
Freud. Ritstjóri ogþýðandi I Strachey, J. (London, 1957), 13. bindi, s. 1-163.
208