Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 213
og vera þátttakandi og finna fyrir því sem er orðið í sjón og raun og þá verður
framhaldið ekki eins þungbært, kistulagningin og útförin. Hin raunverulega
tilfinningalega og „líkamlega“ staðreynd dauðans verður svo sjaldnast algjör
fyrr en tómarúmið að ástvini gegnum er orðið algjört (oft ekki fyrr en nokkrir
mánuðir eru liðnir frá missi). Við útfararathöfn sem er að öllu jöfnu opinber
kveðja samfélagsins er yfirleitt meira lagt upp úr því en við tvær fyrrnefndu
athafnirnar að menn hafi stjórn á tilfinningum sínum og þar með hemil á
sjálfum sér. Það er bæði vegna þeirrar kröfu sem við gerum til okkar sem
syrgjendur (að vilja ekki láta sjá sig auman og niðurbrotinn) og væntinga um-
hverfisins. Utfararathöfnin hefur það hins vegar fram yfir grímulausa nálægð-
ina í hinum athöfnunum að þar gefst öllum fjöldanum tækifæri til að votta
virðingu sína og samúð sem er ástvinum mikilvæg viðurkenning. Þar eru líka
minningarnar orðaðar, merking lífshlaupsins dregin fram og þar verður oft
og tíðum Ijós samstaða og stuðningur ættingja og vina. Það undirstrikar mik-
ilvægi þessarar viðurkenningar, og þar með þeirrar virðingar sem er sýnd lífs
og liðnum, að á vegferð sorgarinnar leggja eldri ekkjumenn hvað mest upp úr
því að útfararathöfnin fari vel fram og af virðuleik eins og komið hefur fram í
könnun sem Bragi Skúlason gerði á líðan íslenskra ekkjumanna.20
Eins og áður segir leggur fólk muni í kistu látins ástvinar s.s. kveðjubréf og
myndir, brúður og bangsa hjá börnum og það klæðir hinn látna í eigin föt,
dregur t.a.m. hlýja ullarsokka á fætur þeim sem alltaf voru fótkaldir o.fl., o.fl.
Allt ber þetta vott um þann innri veruleika sem táknin vísa til og helgisiðirnir
rúma. Söm er raunin þegar legstaður er valinn. Fjölskyldur halda hópinn í fjöl-
skyldureitnum, einstaklingur sem aldrei bast öðrum í hjónabandi eða sambúð
velur að láta brenna sig til að geta fengið leg í gröf móður eða föður. Valinn
er staður með fögru útsýni út við hafið, og sumum er ekki sama hverjir hvíla
í grenndinni. Stundum minnir þetta á fólk í útilegu sem leitar sér að góðum
stað til að tjalda á. Einhleypur maður undirbjó eigin útför m.a. með því að fara
vítt og breitt um landið og finna þar frjóa jörð með mjúkri mold sem gott væri
að hvíla í. Allt ber þetta augljóst vitni um þann handanheim sem býr að baki
þess sýnilega og áþreifanlega heims. Og legstaðurinn sjálfur virðist hafa mikla
þýðingu fyrir marga. Þangað leita margir syrgjendur mikið einkum fyrst eftir
20 Bragi Skúlason, Ekklar og kvœntir karlar. Sorg, trú ogsamfélag (Reykjavík, 2005).
211