Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 215
að nokkuð í þeim ranni. í mínum huga er það fátt sem varðveitir betur tengsl
kirkju og þjóðar en sorgin. Þetta sjáum við á stórum örlagastundum eins og við
snjóflóðin vestra. Þetta sjáum við einnig þegar einstaklingar er kvaddir hinstu
kveðju og fjöldinn kemur til kirkju líkt og á stórhátíðum. Erindi kirkjunnar á
mikinn hljómgrunn þegar mest á reynir. Sé því erindi sinnt af trúmennsku og
trúverðugleika og í auðmýkt og af kunnáttu þá verður einnig betur hlustað á
rödd kirkjunnar í öðrum aðstæðum og til hennar leitað í gleði, t.d. í siðferði-
legum álitamálum, í helgihaldi sem er hjartsláttur trúarinnar, í önnum dags
og náðum. Það er til marks um tengsl kirkju og þjóðar í raunum að margir
þeir sem gera lítið með kirkju og kristindóm leita heim þegar á reynir. Það er
ekki neinn undansláttur eða eftirgefni þegar vikið er í einhverju út frá form-
föstum helgisiðum við útför til að mæta fólki með huggun fagnaðarerindisins.
Og úr því að Kristur höfundur trúarinnar steig niður til heljar til að nálgast þá
útskúfuðu ættum við að geta teygt okkur töluvert langt til náungans.
Helgisiðir eru hluti af merkingarleit manneskjunnar. Sú leit verður hvað
áköfust í nálægð dauðans. Á vegferð syrgjandans eru þær athafnir sem hér hafa
verið til umfjöllunar ásamt margvíslegum minningarmunum og merkjum eins
konar leiðarsteinar sem varða gönguna. Takmarkið hlýtur alltaf að vera fólgið
í því að beina sjónum í vonarátt, að syrgjandinn endurheimti sem mest hann
getur kraftana til að lifa og njóta. I grein Freud, sem áður hefur verið nefnd,
um sorg og þunglyndi markar hann afstöðu sem til skamms tíma var ráðandi
um skilning manna á svokallaðri sorgarvinnu. Markmið þeirrar vinnu, að áliti
Freuds, var að syrgjandinn losaði tengslin sem bundu hann látnum ástvini til
að geta betur stofnað til nýrra náinna tengsla. Vissulega er margt í sorgarfræð-
um Freuds enn í fullu gildi. í dag beinist samt merkingarleitin fremur að því
að syrgjandinn varðveiti tengslin sem dauðinn skar á og að innri vegferðin er
alltaf farin í samskiptum og samfylgd með öðrum. Ymsar rannsóknir benda
til þess að að ekki sé samband á milli getu fólks eða getuleysis til að auðsýna
tilfinningar sorgar eða tjá sig um eigin líðan og þunglyndis eins og var ríkjandi
viðhorf meðal fræðimanna til skamms tíma. 22 Mestu varði að sú innri veg-
ferð sé farin, sem syrgjandinn leggur upp í og þar sé yfirleitt samfylgdar þörf
22 M.S. Stroebe & H. Shut, „The Dual Process Model of coping with bereavement: rationale and description“
Death Studies 23. bindi, hefti nr. 3, (London, 1999) s. 197-224.
213