Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 230
senda. Margir bentu á að trúfræðikennslan ætti að vera alfarið á vegum kirkj-
unnar og safnaðanna og þessi stefna varð ofan á með lögunum 1926 eins og
áður segir. Kom hún til framkvæmda með stuðningi helstu talsmanna kirkj-
unnar sem fylgdu nýjum sjónarmiðum í guðfræði þar sem gildi játninga var
dregið í efa. Frjálslyndu guðfræðingarnir lögðu áherslu á forsendur einstakl-
ingsins í trúarefnum og frelsi hans gagnvart játningum og trúarkenningum.11
Aherslan var á alhliða persónuþroska og gildi menntunar undirstrikað í þeim
efnum. Fornar játningar og kirkjukenningar voru jafnvel taldar hindrun í vegi
fyrir trúarþroska og aðlögun kirkjunnar að nútímalegu samfélagi.12
Ásgeir Ásgeirsson, sem var guðfræðingur að mennt og sat á alþingi 1926,
átti verulegan þátt í þeirri löggjöf sem þingið samþykkti það ár. Til hans má
rekja eftirfarandi ákvæði um kristindómsfræðsluna sem þingið samþykkti:
Hvert barn sem er fullra 14 ára á: að hafa lesið með leiðsögn og skýringu valda
kafla úr biblíunni eða biblíusögur, sérstaklega um líf og kenningu Krists, og
skal lögð áhersla á, að það hugfesti sér einkum orð hans og hafi þau rétt eftir;
kunna skal barnið utanbókar nokkra valda sálma.13
í námskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri sem Menntamálaráðuneytið
gaf út árið 1960 er kveðið á um markmið og eðli kennslu í kristnifræðum.
Kennaranum verður að vera það ríkt í huga, að kennsla hans í kristnum fræð-
um á að vera börnunum undirstaða undir trú þeirra og siðgæði ævilangt. Hann
verður að miða fræðsluna við það, að nemandinn fái heilsteypta mynd af Jesú,
lífi hans og starfi.
Kennarinn verður að taka tillit til þess að nemendur hans koma frá heimilum
þar sem skoðanir eru skiptar í kristindómsmálum. Hann verður að gæta þess að
særa þá ekki sem eru á öðru máli en hann sjálfúr, og kenna þannig nemendum
sínum að vera umburðarlyndir. Kristindómsfræðsla hans má aldrei stríða gegn
frjálsri hugsun, en verður jafnan að vera einörð, hrein og sönn. Hún verður að
vera ljós og lifandi, svo að ekki slakni á áhuga nemendanna... Val viðfangsefna
sé í samræmi við fermingarundirbúning nemenda, þar sem hægt er að koma
því við, t.d. sálmar og ritingargreinar sem nemendur eru látnir læra.14
Frjálslyndu guðfræðingarnir sáu ekki ástæðu til að standa vörð um trúfræði-
11 Pétur Pétursson 2006.
12 Ásgeir Ásgeirsson 1925.
13 Alþt. 1926 A,bls 554
14 Námskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri, Menntamálaráðuneytið 1960. bls. 32-33
228