Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 232
á íslandi þróaðist því meiri hluta 20. aldar án þess að hægt sé að tala um
fjölhyggju í trúarlegum efnum. Islendingar tilheyrðu nánast allir sömu trú og
kirkjudeild og einstaklingar af annarri trú og þjóðerni voru alger undantekn-
ing í skólum landsins. Fámennir söfnuðir rómversk kaþólskra og Sjöundadags
aðventista störfuðu hér á landi frá því um aldamótin 1900 og Hvítasunnu-
hreyfingin nam hér land á þriðja áratugnum en fékk ekki verulegan vind í
seglin fyrr en eftir seinna stríð. Við þessa upptalningu bættust fleiri fámenn-
ari trúfélög sem fengu skráningu hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Má
þar helst nefna Votta Jehóva og mormóna og kirkju þeirra, Kirkju Jesú Krists
hinna síðustu daga heilögu. Trúfélög búddista, múslíma og gyðinga fengu
opinbera skráningu á árunum kringum aldamótin 2000.
Tafla 1: Hlutfallstala félaga í nokkrum skráðum trúfélögum af íslensku
þjóðinni samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Ar
Evangelísk lútherskir
Rómversk kaþólskir
Sjöundadags aðventistar
Hvítasunnumenn
Mormónar og Vottar Jehóva
Asatrúarfélagið
Trúfélög gyðinga, múslíma
og búddista
1930 1960 1980 2005
98,6 97,7 97,0 88,7
0,2 0,3 0,7 2,15
0,4 0,3 0,3 0,3
0,3 0,3 0,7
0,1 0,3
0,3
0,3
Kaþólikkar ráku barnaskóla í Landakoti alla 20. öldina án verulegra árekstra
út af trúfræðikennslunni þótt alltaf væri verulegur hluti nemenda frá heim-
ilum sem ekki töldust til kaþólsku kirkjunnar. Sama er að segja um skólastarf
Aðventista sem ráku unglingaskóla í Hlíðardal á árunum 1950-1995.
Þrátt fyrir aukinn innflutning fólks sem tilheyrir öðrum trúfélögum en
evangelísk-lútherskri kirkju undanfarin áratug er ekki hægt að segja að um sé
að ræða trúarlega fjölhyggju sem ógildi þann kristna gildagrunn sem íslenskt
skólastarf hefur byggt á hingað til. Þessi gildi hafa frá upphafi skólastarfs hér
á landi lagt áherslu á félagslegar og sálfræðilegar forsendur barnanna, um-
230