Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 240
mikill munur væri á samfélögunum þá og nú. Ósamrýmanleiki þekkingar
og spurninga guðfræðinga nú og þá varðandi málefnið samkynhneigð væri
svo til alger. I samtímanum snúist spurningarnar fyrst og fremst um hvort
viðurkenna beri ást fólks af sama kyni og vilja þeirra til að stofna fjölskyldu,
en slíkar spurningar voru óhugsandi á þeim tímum sem textar Biblíunnar
voru ritaðir. Forsendur nýrra spurninga byggðust aftur á nýrri þekkingu um
kynferði, kyngervi, kynhneigð og kynverund.2
Nelson nálgaðist spurninguna um viðurkenningu á samkynhneigðu fólki
út frá kristnum mannskilningi. Hann hvatti kristin samfélög og kirkjur til að
viðurkenna að fullu mannhelgi (e. human dignity) samkynhneigðs fólks og
taka í framhaldi af því afstöðu sína til prestsvígslu og hjónavígslu homma og
lesbía til gaumgæfilegrar endurskoðunar. Viðurkenningu á hinu síðarnefnda,
þ.e. hjónabandi homma og lesbía, taldi hann ekki vera á næsta leiti, vegna
langrar hefðar hjónabands karls og konu. Nelson lýkur kaflanum um sam-
kynhneigð með tveimur staðhæfingum. Þær eru í fyrsta lagi að kynverund
mannsins sé óendanlega mikilvægur hluti mannhelgi sérhverrar manneskju
og í öðru lagi að grundvallaratriði sé að skipta fólki ekki upp í tvo hópa: við og
hinir, samkynhneigð fjalli um okkur öll ,3
í þessari grein hyggst ég taka upp þráðinn þar sem Nelson sleppti honum
fyrir hartnær 30 árum. Nálgun mín er eftirfarandi. Eg legg af stað með stað-
hæfmgarnar tvær, um kynverundina og okkur og hina, frá Nelson og íhuga
merkingu þeirra siðfræðilega og guðfræðilega. Sú íhugun undirbýr meginmál
greinar minnar, sem er að greina og gagnrýna andstæðu- og aðgreiningarhugs-
un í íslenskri guðfræðilegri umræðu um hjónabandið.
Kynverund - kynheilsa — kynverundarréttindi
Fyrri staðhæfmg Nelsons hér að ofan gekk út á að kynverund mannsins væri
óendanlega mikilvægur hluti mannhelgi hans. En hvaðan kemur Nelson þessi
hugmynd um kynverundina, hvaðan kemur honum þekking á þessu atriði?
Hugtakið kynverund hefur verið í þróun undanfarna þrjá áratugi á alþjóð-
2 Nelson, Embodimetit, 1. og 2. kafli.
3 „But this much is clear: our sexuality is vitally important to the dignity of each of us. The basic issue is really not
about “them,” but about all of us.” Nelson, Embodiment, s. 210.