Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 241
legum vettvangi heilbrigðismála og kynfræði. f samvinnu Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar (WHO), bandarísku heilbrigðismálastofnunarinnar
(PAHO) og Aiheimssamtaka um kynfræði WAS)4 á tímabilinu 1960 - 1990
var mikil áhersla lögð á gerð fjölskylduáætlana sem þýðingarmikils hluta al-
þjóðlegrar heilbrigðisþjónustu.5 Ákveðin straumhvörf urðu upp úr 1990 þeg-
ar þessir aðilar fara að leggja meiri áherslu á kynheilsu (e. sexual health). Með
hugtakinu kynheilsu undirstrika ofangreindar stofnanir breiðan skilning á
hugtakinu heilbrigði (e. health)6. Heilbrigði vísar ekki einungis til líkamlegs
heldur einnig tilfinningalegs, andlegs og félagslegs ástands. Kynheilsa lýtur
að sjálfsögðu að sömu þáttum.7 Undirstaða skilnings á kynheilsu er jákvæður
skilningur WHO, PAHO og WAS á kynverund og kynlífi. f skýrslu WHO
frá árinu 1975 segir að ný þekking bendi til þess að vandamál tengd kynver-
und mannsins (e. human sexuality) hafi veigamildar afleiðingar fyrir velferð
og heilsu fjölda einstaklinga í heiminum. WHO segir erfiðleikum bundið að
setja fram eina algilda skilgreiningu á kynverund og velur þess í stað að setja
fram skilgreiningu á kynheilsu sem skrefs í áttina. Þessi skilgreining hljóð-
ar svo: „kynheilsa sérhverrar kynveru samanstendur af líkamlegum, tilfinn-
ingalegum, vitsmunalegum og félagslegum þáttum og þessir þættir styðja og
styrkja persónuleikann, mannleg samskipti og ást.“8 Þá er undirstrikað að
grundvallaratriði kynheilsu sé rétturinn til að fá upplýsingar um kynlíf og að
geta notið kynlífs.
Á samráðsfundi sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin stóð fyrir árið 1983
var sett fram fyrsta heildstæða skilgreiningin á hugtakinu kynverund:
Kynverund er óaðskiljanlegur hluti persónuleika sérhverrar manneskju: karl-
manns, konu og barns. Hún er grundvallarþörf á sviði mennskunnar, og sem
slík verður hún ekki greind frá öðrum sviðum lífsins. Kynverund er ekki það
4 Alheimssamtök um kynfræði (World Association for Sexology) breyttu árið 2005 nafni sínu í Alheimssamtök
um kynheilbrigði (World Association for Sexual Health) en halda þó sömu skammstöfun samtakanna eftir sem
áður, WAS. Ég nota eldra nafnið þegar það vísar til þess tíma sem samtökin hétu Alheimssamtök um kynfræði,
eins og á tímabilinu 1960 - 1990.
5 Sóley Bender, „Kynlífsheilbrigði: Frá þögn til þekkingar“, Tímarit hjúkrunarfrœðinga, 4.tbl. 2006, s. 47 - 48.
6 Skilgreining WHO á heilbrigði hljóðar svo: „health is a state of complete physical, mental, and social well-being
and not merely the absence of disease or infirmity.“ http://www.who.int/aboutwho/en/defmition.html
7 Sóley Bender, „Kynlifsheilbrigði“ s. 48.
8 WHO 1975. http://www2.hu-berlin.de/sexology/GESUND/ARCHIV/WHOR.HTM á ensku hljóðar textinn:
„Sexual health is the integration of the somatic, emotional, intellectual, and social aspects of sexual being, in
ways that are positively enriching and that enhance personality, communication, and love.“
239