Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 245
árekstra.19 Þetta þykir mörgum góð og gild rök en þó eru til enn veigameiri
rök gegn siðfræðilegri sérhyggju. Inntak þeirra er fólgið í þeirri staðhæfmgu
Nelsons að kristið fólk megi ekki falla í þá gryfju að fjalla þannig um samkyn-
hneigt fólk að það tjái einhvern grundvallarmun á þeim sem hópi og gagn-
kynhneigðum sem hópi. Þannig beri að forðast aðgreiningarhugsunina við
- hinir.
Siðfræðingurinn James Rachels álítur að siðfræðileg sérhygga sé geðþótta-
kenning.20 Með því á hann við að kenningin hvetji til þess að mannkyni sé
skipt upp í tvo flokka — okkur sjálf og svo hina — og síðan sé sú ályktun dregin
að hagsmunir þeirra sem eru í fyrri flokknum séu mikilvægari en hagsmunir
þeirra sem eru í þeim síðari. Mikilvægt er, segir Rachels, að í hvert sinn sem slík
flokkun á sér stað verði spurt, hvað réttlæti slíka aðgreiningu og samanburð?
Það að aðgreina hópa fólks og halda því síðan fram að eiginleikar og hags-
munir eins hóps séu mikilvægari en hagsmunir annars er alþekkt úr sögunni.
Eitt gleggsta dæmið um slíkt er kynþáttahyggja (e. racism) og alræmdar afleið-
ingar hennar. Annað dæmi er kynjahyggja (e. sexism) sem einnig er vel þekkt
í sögu og sarntíð.2' Hugtakið sem nota má yfir forsendur aðgreiningarinn-
ar milli samkynhneigðs fólks og gagnkynhneigðs má kalla gagnkynhneigð-
arhyggju (e. heterosexism).22 Líkt og kynþáttahyggja og kynjahyggja byggir
gagnkynhneigðarhyggja á víðtækri andstæðu- og aðgreiningarhugsun. Dæmi
um þekkt andstæðupör í okkar menningu eru t.d. skynsemi - tilfinningar,
menning — náttúra, sál — líkami, karl - kona, karlmannlegt — kvenlegt og svo
gagnkynhneigð — samkynhneigð. Jafnframt því að aðgreina er, eins og áður
sagði, tilhneigingin rík að skipa öðru hugtakinu ofar hinu.
Nelson varar við aðgreiningu afþessu tagi í umræðu kirkjunnar um homma
og lesbíur. Viðvörun hans er guðfræðilegs og siðferðilegs eðlis og byggir á
kristnum mannskilningi. Hann staðhæfir að kynverund mannsins sé óend-
anlega mikilvægur hluti mannhelgi hverrar manneskju sem þýðir að hann
19 Þessu hefur Kurt Beier haldið fram m.a., sbr. Rachels, Stefhur ogstraumar ísiðfrœði, s. 118.
20 Rachels, Stefnur og straumar ísiðfraði, 1997, s. 121 -124.
21 Rætur kynjahyggjunnar má rekja allt aftur til Aristótelesar og kenninga hans um líffræðilegan, eðlislægan kynja-
mismun. Hugmyndir hans um eðli kvenna hafa endurómað allt fram á þennan dag í kenningum kristninnar um
konur. Þessar hugmyndir koma sterkt fram hjá mörgum þeim sem andæfa því að tvær konur eða tveir karlar geti
gengið í hjónaband.
22 Patricia Beattie Jung & Ralph F. Smith, Heterosexism. An Ethical Challenge (State University of New York:
Albany 1993) s. 13.
243