Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 247
Kynjaandstœðuforsenda hjónabandsins
Kynferði (e. sex) fremur en kynhneigð (e. sexual orientation) er sú ástæða sem
hvað oftast er nefind gegn því að tveir einstaklingar af sama kyni geta gengið í
hjónaband. Staðfest samvist er ekki sambærileg við hjónaband vegna kynferð-
is einstaklinganna. Slík skoðun kemur fram í Hirðisbréfi biskups íslands frá
2001 þar sem staðhæft er að kynjaandstæður þurfi til að hjónaband sé gilt:
„I þessari gagnkvæmni kynjanna og samfellu andstæðnanna er hjónabandið
fólgið, þau tvö verða eitt, einn maður, eitt í vilja og verki, ást og trú.“24 Orð
Biblíunnar (einkum 1 Mós. 27 - 28a) eru höfð fyrir því að karl og kona geti
ein gengið í hjónaband. Hugsunin er sú að Guð hafi frá öndverðu hugsað sér
hjónabandið sem markmið fyrir sköpun sína, karl og konu. Að Guð blessaði
karl og konu en ekki tvo karla eða tvær konur í öndverðu er talin sönnun
þess.25
I Hirðisbréfinu ræðir biskup hjónaband annars vegar og staðfesta samvist
hins vegar. I kaflanum um hjónabandið er ekkert minnst á kynlíf hjóna, börn
eða barneignir sem nauðsynleg skilyrði fyrir hjónabandi. Það sama gildir í
kaflanum um staðfesta samvist. Hins vegar undirstrikar biskup að ekki skuli
blanda saman þessum tveim sambúðarformum. Ástæðan er, eins og fyrr segir,
andstæðuhugsun hans um kynferði. Biskup skrifar: „Hjónavígsla er annað og
meira en staðfesting á ást og sambúð einstaklinga. Það á sér forsendu í gagn-
kvæmni kynjanna. I... I Hjónavígsla kirkjunnar í opinberu ritúali, táknmál
hennar og atferli byggir á þessu, á gagnkvæmni kynjanna.“26
I upphafi greiningar minnar á guðfræðilegri orðræðu aðgreiningar og
kynjaandstæðna vil ég beina athyglinni að orðinu einstaklingar, en slíkir eru
sagðir staðfesta ást sína og sambúð. Kynin ganga hins vegar í hjónaband. Hér
er mikilvæg aðgreining á ferð milli kynja annars vegar og einstaklinga hins
vegar. Er þá kyn(ferði) ekki til staðar nema þegar um andstætt/gagnstætt kyn
24 Karl Sigurbjörnsson, I birtu ndðarinnar. Hiröisbréftil íslensku kirkjunnar. (Skálholtsútgáfan: Reykjavík 2001), s
155.
25 Sumir guðfræðingar, t.d. Karl Barth hafa farið mjög nærri því að halda því fram að guðsmynd mannsins sé fólgin
í hjónabandinu, og að mannskepnan sé hreinlega sköpuð til hjónabandsins. Hin eindregna áhersla á það að
hjónabandið sé hluti af skipan Guðs í sköpuninni virðist geta leitt til þeirrar ályktunar. Gunnlaugur A. Jónsson
hefur andmælt þessum sldlningi svo og því að guðsmynd mannsins sé fólgin í því sem maðurinn eigi sameig-
inlegt með öðrum dýrum jarðarinnar, þ.e. hæfdeikanum til að eignast afkvæmi. Sjá nánar „Samkynhneigð í ljósi
textans um sköpun mannsins í mynd Guðs“, Kirkjuritið, 1998, 64. árgangur 2.hefti, júní, s 11.
26 Karl Sigurbjörnsson, I birtu náðarinnar, s. 161.
245