Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 250
um hjónabandið geri mikið úr mismun kynjanna og viðhaldi þar með kúgun
og óréttlæti í garð kvenna.33
Rannsóknir sýna sterka tilhneigingu í sögunni til að tileinka konum vissa
eiginleika og körlum aðra. Þannig hefur t.d. skynsemin í vestrænni sögu verið
álitin sérstakur eiginleiki karla en að tilfmningar tilheyri konum frekar. Vægi
þessara eiginleika hefur verið mjög ólíkt, skynsemin hefur verið upphafm sem
æskilegur eiginleiki, en mun minna gert úr hlut tilfmninga.34 Margir stóru
guðfræðingarnir á 20. öldinni lögðu einnig ríka áherslu á þann mun sem væri
á körlum og konum á kynlífssviðinu. Skilningur þeirra byggði á líffræðilegum,
læknisfræðilegum og sálfræðilegum kenningum þeirra tíma.35 Þessar kenning-
ar gáfu guðfræðingum byr í seglin til þess að móta skilning á kynjunum sem
ólíkum manneskjum og um leið móta orðræðu sem gekk út á stranga stjórnun
á konum, kynlífi og barneignum. Kjarni þessara kenninga var að kyneðli karla
og kvenna væri gjörólíkt.36 Það er óumdeilt sagnfræðilega að kirkjan hefur um
aldir, með fulltingi biblíutexta og tilvísunar til skikkanar skaparans, blessað
hjónabönd þar sem karlinn hefur ráðið en konan verið undirgefm. Stjórnun
á kynlífi kvenna og barneignum var einkum það sem hjónabandið skyldi slá
skjaldborg um.
I mínum huga er það engum vafa undirorpið að hjónabandið hefur verið
sú samfélagsstofnun sem sannarlega hefur innsiglað misrétti kynjanna. Karl-
veldishugmyndafræði er því ekki langt undan þegar tekið er til við að verja
hið gagnkynhneigða hjónaband með ofangreindum rökum. Vegna stuðnings
margra femínista við réttindabaráttu homma og lesbía hefur lítið farið fyrir
gagnrýnisröddum á hjónabandið í tengslum við þá umræðu. Eins og svo oft
áður hafa tvær fylkingar myndast: með eða á móti. Það tel ég miður. Blæ-
33 Sólveig Anna Bóasdóttir, Violence, Power, andJnstice, 1998, Carol Adams & Marie M. Fortune (ritstj.) Violence
against Women and Children: A Christian Theological Sourcebook (ContinuurmNew York 1995).
34 Genevive Lloyd, The Man ofReason. Male and ‘Female’ in Western Philosophy. (Routledge: London 1993) s. 39-
50; 101-110.
35 Þessi áhersla kemur sterkt fram í hjónabandssiðfræði Helmut Thielickes, sjá nánar í Sólveig Anna Bóasdóttir,
Violence, Power, andJustice, kafla 5.
36 í þessu samhengi má nefna kenningu Emil Lucka. Kjarni hennar er að mannkyn hefði gengið í gegnum ákveðna
þróun á sviði kynlífs. Fyrsta stig þessarar þróunar er stig kynkraftsins, annað er stig kærleikans og hið þriðja
sameining annars og þriðja stigs. Þróunin felst í því að gera sér grein fyrir þessu og geta aðgreint þessa þætti.
Skv. Lucka hefur karlmaðurinn þróast og er orðinn meðvitaður um þessa aðgreiningu. Konan hefur það hins
vegar ekki ennþá. Sjá umfjöllun um kenningu Lucka í Adrian Thatcher & Elizabeth Stuart (ritstj.) Christian
Perspectives on Sexuality and Gender. (Eerdmans: Michigan 1996) s. 333 - 345.
248