Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 252
hafi guðfræðileg orðræða um hjónabandið haft yfir sér tæknilegan og form-
legan blæ í stað þess að vekja athygli á gildunum sem kristið hjónaband bygg-
ir á. Gudorf kallar hið opinbera viðhorf kaþólsku kirkjunnar til kynlífs og
hjónabands fólksfjölgunarhyggju (e. procreationism). Þessi hyggja hafi mjög
ófullkomna sýn á kynverund manneskjunnar og vanmeti hið tengslalega og
uppbyggilega hlutverk kynlífs. Kynlíf hafi svo miklu víðtækara hlutverk en
það að geta börn.39
Eg tel ástæðu til þess að heimfæra mikilvæg atriði í gagnrýni Gudorfs upp
á skilning samtíma lútherskra guðfræðinga í íslensku samhengi. Sú umræða
birtir að mínu mati hefðbundinn, hlutlægan skilning á hjónabandinu með
því að undirstrika óhagganlega samfélagslega og trúarlega stofnun sem feli í
sér kröfur sem ekki sé hægt að breyta.40 Orð eins og skikkan, skipan, sáttmáli
og regla sem einstaklingar verði að laga sig að, fremur en stofnunin að þeim,
tjáir vel þessa hlutlægu sýn. Sem siðfræðingur aðhyllist ég huglægari skiln-
ing sem gerir minna úr forminu og meira úr innihaldinu. Ég tel mikilvægt
að ræða siðferðileg gildi sem ríkja eigi í hjónabandi, s.s. gæði makatengsla
og viðmiðanir kynlífs í mennskunni. f trúarlegri, siðfræðilegri og lagalegri
umræðu er það alvanalegt að ræða álitamál með tilvísun til innihaldslegra
gæða eða verðmæta. Þess konar vangaveltur hafa hins vegar orðið útundan að
mestu í guðfræðilegri umræðu um hjónabönd fólks af sama kyni hér á landi.
Eins og tilvitnunin hér að neðan sýnir snýst sú umræða aðallega um hugtakið
hjónaband, biblíulega og kristna skilgreiningu á hjónabandinu, og í fram-
haldi af því, hvort slík fyrirbæri sem hjónaband fólks af sama kyni geti yfirleitt
átt einhvern tilvistarrétt. Hjónabandið sjálft er tómt að innihaldi. Einar Sig-
urbjörnsson skrifar:
Þar sem reikna má með að samkynhneigð sé sumu fólki eðlileg eins og sumar
nútímarannsóknir hafa leitt rök að, þá er sjálfsagt að samfélagið komi til móts
við það fólk. Það ætti hins vegar að vera óþarfi að nefna slíka sambúð hjóna-
band heldur finna annað hugtak. „Staðfest samvist11 hefúr verið notað hér á
landi og er það þýðing á norrænu hugtaki sem á sænsku er „registrerat partner-
skap.“ Ef þetta hugtak þykir ekki nógu gott verður að finna þessu sambandi
nýtt heid. Ef sambúð samkynhneigðra yrði með lögum á Islandi skilgreind
39 Sama heimild
40 Sbr. lokaorð Einars Sigurbjörnssonar í „Hjónaband - samvist - sambúð“, „Sú breyting væri mjög róttæk og
engin nágrannaþjóða okkar hefur stigið það skref..
250