Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 257
Vilhjálmur Árnason
Valdið og vitið
Lýðrœðið ígrundað*
I
Það er innbyggt í lýðræðishugmyndina að í lýðræðisríki séu borgararnir og
stjórnvöld í stöðugri leit að leiðum til að bæta lýðræðið.* 1 Lýðræði er ekki
ástand sem við höfum tryggt okkur eða búum við í eitt skipti fyrir öll heldur
er það verkefni lýðræðislegra stjórnmála að bæta stöðugt lýðræðislega stjórn-
arhætti. Þetta mætti gera eftir a.m.k. tveimur leiðum sem eiga rætur í tveim-
ur ólíkum lýðræðishugmyndahefðum og vísa jafnframt til tvenns konar ólíks
skilnings á lýðræði: f fyrsta lagi gæti endurbótaviðleitni birst í því að auka
áhrif lýðsins á mótun lífsskilyrða sinna með ýmis konar aukinni þátttöku í
lýðræðislegum ákvörðunum. í nýlegri íslenskri umræðu hefur þetta birst með
hugmyndum á borð við aukið íbúalýðræði, hverfalýðræði sem og hugmynd-
um um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þessar hugmyndir má auðveldlega tengja við
þá hefð sem lítur jákvæðum augum, ef svo má segja, á aukna þátttöku borg-
aranna í stjórnvaldsákvörðunum, bæði vegna þess að það sé lýðræðislegt í
sjálfu sér að auka áhrif borgaranna á mótun samfélags síns og vegna þess að
það sé leið til pólitísks þroska. Þetta viðhorf hefur því réttilega verið kennt við
þroskarökin í grein um lýðræði.2
Með mikilli einföldun má segja að þroskarökin íyrir lýðræði horfi einkum
á lýðræði sem ákvörðunaraðferð og leggi sem mest upp úr sem víðtækastri
þátttöku borgaranna í pólitískri ákvarðanatöku. Lýðræði er þá því öflugra sem
* Titillinn minnir á heiti greinar Páls Skúlasonar .^Aflið og vitið“, Palitigar II (Reykjavík: Ergo 1989), s. 81-82
en ég hugleiddi þessi mál í framhaldi af grein minni „Ríkið og lýðræðið. Páll um stjórnmál" í afmælisbók hans
Hugsað með Páliy ritstj. Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason (Siðfræðistofnun/Heim-
spekistofnun og Háskólaútgáfan 2005), s. 87-95. Fyrstu drög að þessari grein voru flutt í hádegisíyrirlestraröð
Heimspekistofnunar 30. september 2005.
1 Vilhjálmur Árnason, „í leit að lýðræði“, Broddflugur (Háskólaútgáfan 1997), s. 235-239.
2 Ágúst Hjörtur Ingþórsson, „Til varnar lýðræðinu“, Skímir 165 (haust 1991), 302-336.