Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 258
fleiri hafa áhrif á stjórnvaldsaðgerðir. Nafnið á nýlegri íslenskri srjórnmála-
hreyfmgu, Þjóðarhreyfingin, ber óneitanlega sterkt ættarmót þessa. Minna
fer aftur á móti fyrir útfærslu á hugmyndum um lýðræðislega stjórnskipan
úr þessari átt enda gætir hér minni tortryggni gagnvart því að mannskepnan
misbeiti valdinu hafi hún náð að þroskast í pólitískri þátttöku. Megináherslan
hefur hvílt á því að auka áhrif almennings með þjóðaratkvæðagreiðslum sem
eykur augljóslega þátttöku borgaranna í pólitískum ákvörðunum
A hinn bóginn koma tilraunir til að endurbæta lýðræðið í ljós í hvers kon-
ar viðleitni til að styrkja það stofnanakerfi sem er ætlað að tryggja borgarana
gegn misbeitingu valds í lýðræðisríki. Hin klassíska birtingarmynd þessa er
aðskilnaður löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, sem alltaf er lif-
andi verkefni í lýðræðisríki, sem og efling eftirlitsstofnana á borð við Rík-
isendurskoðun og Umboðsmann Alþingis. Slíka viðleitni er nærtækt að tengja
við þá hugmyndahefð sem lítur tortryggnum augum á alla meðferð valds og
telur því mikilvægast að slá skýra og öfluga varnagla við misnotkun þess þann-
ig að hættunni á yfirgangi stjórnvalda sé haldið í lágmarki. I samræmi við það
hefur þessi lýðræðissýn verið kennd við verndarrökin.
Af fyrrnefndum ástæðum er áhersla á trausta lýðræðislega stjórnskipan því
aðalsmerki varnarrakanna fyrir lýðræði. Mikilvægast þessa er þrískipting valds-
ins sem tryggir stöðugleika í lýðræðislegu stjórnarfari og verndar borgarana fyrir
misbeitingu valds. En verndarrökunum fyrir lýðræði fylgir líka áhrifaríkt við-
horf til lýðræðislegrar ákvörðunaraðferðar. I sem skemmstu máli er það fólgið
í því að hinir kjörnu fulltrúar taki pólitískar ákvarðanir og standi síðan og falli
með þeim í almennum kosningum, hinum endanlega varnagla lýðræðisins. Frá
sjónarhóli varnarrakanna gæti þátttaka almennings í sjálfu sér einskorðast við
þá prívatathöfn að krossa við á kjörseðli á tilteknu árabili. Einn helsti talsmaður
markaðslíkansins um lýðræði, Joseph Schumpeter, skrifar: „[Hin] lýðræðislega
aðferð er það skipulag stjórnvaldsákvarðana þar sem einstaklingar öðlast völd
til að taka ákvarðanir fyrir tilstuðlan samkeppni og baráttu um atkvæði fólks-
ins.“3 Lýðræðisleg stjórnmál eru frjáls samkeppni einstaklinga um að ná völd-
um og halda þeim, nema þeir séu felldir í almennum kosningum eða verði að
3
J. Schumpeter, Capitalism, Socialism and Democracy, s. 269. Tilvitnun fengin frá Ágústi Hirti Ingþórssyni, „Til
varnar lýðræðinu", s. 317.
256