Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 261
rökræða. Ég fæ ekki betur séð en að íslensk stjórnmál séu í bland kosninga-
miðuð og umræðumiðuð. Leidd hafa verið að því rök, til dæmis, að ákvörðun
íslenskra stjórnvalda um að lögleiða miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði
hafi verið einkar lýðræðisleg vegna þess a) að þau höfðu mikinn meirihluta-
stuðning á Alþingi og í skoðanakönnunum; b) það voru skrifuð einhver ókjör
blaðagreina, haldnir ótal umræðuþættir um málið og þar frameftir götunum.
Umræðan var allavega mikil.6
I samanburði við Iraksmálið virðist meðferð gagnagrunnsmálsins óneit-
anlega vera lýðræðislegri enda endurspegluðu stjórnvaldsákvarðanir þar ósk-
ir þjóðarinnar (hversu upplýstar sem þær óskir voru, einungis 13% kváðust
skilja um hvað málið snerist7). En þessi áhersla á magn umræðunnar und-
irstrikar enn frekar rökvísi valdsins og áhrifanna en hún sniðgengur sem fyrr
ágæti ígrundunarinnar í aðdraganda málsins og þær röksemdir sem ráðandi
voru við afgreiðslu þess. Oll vigtin hvílir sem fýrr á valdinu og umboðinu, en
í sjálfu sér ekki á vitinu í ákvörðuninni. Kannski er sú krafa ekki við hæfi í
stjórnmálum. Er ef til vill raunhæft að ætla að aflið muni ávallt bera vitið of-
urliði í stjórnmálum?
III
A síðustu áratugum hefur verið að mótast fræðileg orðræða um lýðræði sem
heitir á ensku máli „deliberative democracy“ og leggur megin áherslu á ígrund-
un og rökræðu sem undanfara lýðræðislegra ákvarðana og mætti kalla ígrund-
að lýðræði eða rökræðulýðræði á íslensku. Lykilhugtakið er „deliberation“ og
vísar til þeirrar umhugsunar sem á sér stað áður en ákvörðun er tekin. I sið-
fræði Aristótelesar er klassísk umfjöllun um þetta fyrirbæri og er það kallað
„ráðagerð“ í íslensku þýðingunni.8 Samkvæmt Aristótelesi snýst ráðagerð um
6 Paul Rabinow og Gísli Pálsson staðhæfa til dæmis um þá ákvörðun þingsins að samþykkja frumvarpið að hún
hafi augljóslega verið „the product of informed democratic consent”. „Iceland. The case of a national human
genome project”. Anthropology Today, 15, 5, October, s. 17. Sjá gagnrýna umræðu um þetta: Vilhjálmur Árnason
og Garðar Árnason, „Informed, Democratic Consent? The Case of the Icelandic Database.“ Trames 8 (2004),
164-177.
7 Niðurstöður skoðanakönnunar á vegum Gallup á íslandi, Morgunblaðið 18. nóvember 1998.
8 Aristóteles, Siðfrœði Níkomakkosar, þýðing Svavars Hrafns Svavarssonar (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag
1995), íyrra bindi, III. bók, 3.
259