Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 266
um rökræðulýðræðis mætti taka saman í þeirri hugsun að rökræðulýðræði sé
ekki hugmynd um nýja tegund lýðræðis heldur gagnrýnin hugmynd sem get-
ur veitt aðhald þeim stjórnsiðum og þeirri lýðræðismenningu sem hefur fest
sig í sessi í lýðræðisríki á borð við ísland. Hún snúist ekki bara um skilvirkar
leiðir til að ná fyrirframgefnu marki, svo sem auknum hagvexti og samsvar-
andi neyslu, heldur líka um ágæti markmiðanna sem stefnt er að. Markmið
samfélagsins er til dæmis yfirleitt kennt við velferð en í pólitískri umræðu er
það yfirleitt soðið niður í hagsæld. Björn Björnsson hefur orðað eitt lykilvið-
mið slíkrar markmiðsumræðu afbragsvel:
velferð er siðferðilegt markmið. ... Ég leyfi mér að fullyrða, að velferð þjóð-
arinnar, hvort sem ríki eða sveitarfélög eiga í hlut, er aldrei meiri en sú vel-
ferð sem börnum og fjölskyldum er búin á hverjum tíma. Velferð barna er sá
mælikvarði, sem við ættum að styðjast við, þegar reynt er að meta hvar við sem
þjóð erum á vegi stödd í velferðarmálum.13
Björn nefnir hér efnislegt markmið sem varðar sameiginleg hagsmunamál.
Slík hagsmunamál hljóta að vera þungamiðja almennrar pólitískrar rökræðu.
Frá sjónarmiði rökræðulýðræðis er þó lýðræðisleg málsmeðferð jafnvel mik-
ilvægari en málefnaleg afstaða af þessu tagi, enda verði hún að vera niðurstaða
opinnar rökræðu þar sem menn leitast við að meta almannahag og móta al-
mannavilja. I deiglu slíkrar rökræðu skýrast þau sameiginlegu hagsmunamál
sem á fólki brenna. Hér skiptir miklu máli að menn hafi trú á eiginlegri pólit-
ískri rökræðu. Þessa trú er ekki hægt að öðlast nema með iðkun rökræðunnar
og þannig er smámsaman stuðlað að því sem kalla mætti rökrœðumenningu.
Hún felur það til að mynda í sér að stjórnmálamenn leitist við að takast á við
ágreining í réttnefndri rökræðu en sviðsetji ekki bara kappræður til að mark-
aðssetja sjálfa sig.14 Markmið rökræðu er að varpa ljósi á málefnið sjálft, öðlast
skilning á því og taka mið af sérstöðu þess. Markmið kappræðu er að hafa sitt
fram til að tryggja völd sín og áhrif. í rökræðu leggja menn sig eftir því sem
viðmælandinn hefur að segja og meta það eftir því. I rökræðu hafa menn áhrif
13 Björn Björnsson, „Á ég að gæta bróður míns? Um siðferðilegan grundvöll velferðarsamfélagsins og þjóðfélagslega
ábyrgð kirkjunnar", Erindi siðjraðinnar, ritstj., Róbert H. Haraldsson (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði
1993), s. 110.
14 Áhugaverða gagnrýni af þessu tagi er að finna hjá N.I. Meyer, K.H. Petersen og V. Sörensen, Uppreisn frá miðju,
Ólafur Gíslason þýddi (Reykjavík: örn og Örlygur 1979), t.d. á s. 62.
264