Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 273
heyrði rödd innra með mér svara: Hvar er Hann? Hér er Hann — Hann hangir
þarna í gálganum ... “ 5
Hugtakið paradísarmissir
Við könnun mína á trúarlegum stefjum í helfararkvikmyndum hefur það vak-
ið einna mesta athygli mína hversu víða stefið um paradísarástand og paradís-
armissi kemur fyrir í þessum kvikmyndum.
Með hugtakinu paradísarmissi er vísað til einnar þekktustu frásögu Biblí-
unnar, sögunnar af Adam og Evu í Paradís (1. Mósebók 2-3).6 Um hana er
gjarnan sagt að hún sé sígild dæmisaga um lífið á jörðu sem lýsi því „að ástandi
hreinleika og fegurðar var spillt af öfund og tortryggni.“7
Sagan dregur upp mynd af tveimur einstaklingum sem áhyggjulausir njóta
lífsins í aldingarðinum Eden. Inn í það upprunaástand gagnkvæms trausts og
kærleika kemur óvinur og sáir tortryggni og öfund. Bölið og þjáningin er eitt-
hvað sem kemur utanfrá.
Samkvæmt slíkri túlkun sögunnar er upprunasynd manneskjunnar í því
fólgin að hún hefur vikið af þeim vegi sem henni var ætlaður í upphafi. „Af-
leiðingar þessa ranga vals mannkynsins í öndverðu blasa við í illvirkjum hvers
konar og í ofurvaldi dauðans yfir mannfólkinu og öllu lífi.“8
Hugtakið helfararkvikmynd
Með hugtakinu helfararkvikmynd9 er hér vísað til þeirra kvikmynda sem á
einn eða annan hátt fjalla um helförina (holocaust, shoah), þ.e. markvissa
tilraun nasistastjórnarinnar þýsku til að útrýma Gyðingum af yfirborði jarð-
5 SjáWiesel, 1981.S.77.
6 Sagan hefur verið túlkuð á mjög íjölbreytilegan hátt og áhrifa- og túlkunarsaga hennar er gífurlega umfangsmik-
ií. Ágætt dæmasafn yfir þróun þeirrar umræðu er að finna í bókinni Eve &Adam. Jewish, Christian, and Muslim
Readingson Genesis and Gender. Ritstj. K.E. Kvam, L.S. Schearing & V.H. Ziegler 1999.
7 Sjá t.d. Einar Sigurbjörnsson, Credo 1993, s. 133.
8 Einar Sigurbjörnsson, Credo 1993, s. 139.
9 Ágæta umfjöllun um helfararkvikmyndir eru m.a. að finna í eftirtöldum ritum: K. Bernheimer (1998), J.E.
Doneson (2002), J. Samberg (2000, s. 71-84), A. Insdorf (2003). Þrátt fyrir vandaða og ágæta umfjöllun um
helfbrina í þessum bókum finnst mér það galli á þeim að þær sniðganga allar að langmestu leyti hina trúarlegu
drætti myndanna.
271