Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Blaðsíða 74

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Blaðsíða 74
Erindi mitt í þessari grein einskorðast við að rökstyðja þá skoðun að rétt sé að hafa ein hjúskaparlög hér á landi sem gildi án aðgreiningar fyrir bæði samkynhneigð pör og gagnkynhneigð.2^ Fordómar vegna kynhneigðar eru hluti sögu okkar og menningar. Umræða um hjónaband samkynhneigðra byrjar því ekki á hlutlausum reit heldur hefst í reynslu homma og lesbía af óréttlæti, mismunun og jafnvel ofbeldi.26 Ein hjúskaparlög sem miðast við hið sameiginlega hjá öllu fólki sem hyggst stofna til lífssambands tel ég að vinni gegn lífsseigum fordómum vegna kynhneigðar og stuðli að rétt- látara samfélagi. Slík lög væru í samræmi við jafnræðisreglu 65. greinar stjórnarskrárinnar og við hæfi að setja á Evrópuári jafnra tækifæra.22 Jafnræðisreglan er ein af grundvallarreglum um mannréttindi og jafn- framt helsta undirstaða íslenskrar stjórnskipunar. Ég geng út frá henni og legg áherslu á að persónur sem stofna til hjúskapar annars vegar og stað- festrar samvistar hins vegar eru í sömu aðstæðum. Ásetningur þeirra er hinn sami: að stofna til kærleiks- og lífssambands, deila lífi og kjörum. Eins og nú má Ijóst vera er hugtakið jafnræði í brennidepli í grein minni. Ég hyggst kafa dýpra ofan í þetta hugtak og vekja athygli á sígildu efni sem ætíð ber að hafa til hliðsjónar við lagasetningar af hvaða tagi sem er. Hér á ég við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og þær hugsjónir um jafn- rétti sem innbyggðar eru í fyrstu tvær greinar hennar annars vegar, og ný- legt efni frá Alþjóðaheilbrigðistofnuninni (WHO) hins vegar, þar sem þjóðir heims eru hvattar til að stuðla að kynferðislega heilbrigðu samfélagi undir formerkjum jafnréttis. Viljayfirlýsing eins og Mannréttindasáttmál- inn er vissulega ekki bindandi fyrir lagasetningar ríkja heims en í hann má sækja hvatningu til að halda áfram hinni sístæðu vinnu við sköpun rétt- látara samfélags þar sem barist er gegn mismunun og ranglæti. Ég tek ekki afstöðu hér til lagatæknilegrar útfærslu ef af þessu yrði. Til þess eru aðrir mun færari. Vísa ég sérstaklega til niðurstöðu sænsku rannsóknarinnar Aktenskap fór par med samma kön. Vigselfrágor um það mál en þar hefur mikil vinna þegar farið fram, sjá á slóðinni http:// www. regeringen. se/sb/d/108/a/79062 26 Áherslan á ein hjúskaparlög nú er ekki síst tilkomin vegna sögulegra fordóma og ofbeldis í garð homma og lesbía. Samkynhneigt fólk var meðal íyrstu hópa sem sendir voru í útrýmingarbúðir nasista. Ef slík saga væri ekki staðreynd og ef fordómar væru ekki enn til staðar teldi ég ekki þörf á að undirstrika svo sterklega hið sameiginlega með samkynhneigðu og gagnkynhneigðu fólki. En í samfélagi og menningu þar sem enn er lögð áhersla á að aðgreina þessa tvo hópa vegna mismunandi kynhneigðar ber siðfræðilega nauðsyn til slíks. 27 Sbr. inngang þessarar greinar. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.