Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Blaðsíða 61

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Blaðsíða 61
kraftur Brock leita samskipta, tengsla eða opnunar gagnvart öðru fólki. Bæði hugtökin hafa með kenosis að gera, þ.e. að deila með sér og að auka öðrum kraft. „Sá eða sú sem gerir annað fólk heilt,“ segir Brock, „gerir það ekki til þess að auka eigin kraft eða vald heldur með því að efla, auka og deila valdi. Þegar slíkum krafti er deilt opinberar hjartað hið heilaga.“2^ Með því að undirstrika frumkvæði konunnar og þátt hennar í eigin lækningu tekur Ward að sumu leyti undir sjónarmið Brock. Engu að síð- ur gefur hann ólíkum valdastöðum Jesú og konunnar með blóðlátin eng- an gaum. Ward sneiðir hjá spurningu Jesú og hugsanlegu hiki og óvissu sem hún kann að túlka. Hann skautar í snatri yfir samskipti konunnar og Jesú því að hann telur veikindi konunnar meira og minna henni sjálfri að kenna. Hann túlkar blóðlát í 12 ár þannig að konan hafi „lokast inni“ í eigin veruleika, hafi orðið óendanlega upptekin af sjálfri sér. Samkvæmt Ward hefur konan leitað ýmissa meðala hjá óprúttnum aðilum til lausnar lífsvandans. Túlkun Ward er að vissu leyti keimlík ritskýringu Ágústínus- ar sem ég hef þegar getið að því leyti að áherslan er öll á „kristun" kon- unnar. Hún hefur að vísu frumkvæði að eigin lækningu en er að öðru leyti í hlutverki þiggjandans. Brock er eins og flestir kvennaguðfræðingar andsnúin þeirri rökvísi sem tíðkast hefur í vestrænni hugsun, a.m.k. frá Aristótelesi, að flokka konur með hinu jarðneska, efnislega og óvirka en karla með hinu himneska, and- lega og virka. í stað þessara tengsla sem hjá Ward eru næstum öll á annan veginn - frá Kristi til konunnar, byggist nálgun Brock á gagnvirkum tengsl- um milli Jesú og konunnar. Þessa nálgun Brock tel ég komast nærri því sem Deleuze og Guattari boða um sundurleit tengsl rísómsins, þ.e. hinar opnu og iðandi flæðilínur mergðarinnar sem liggja í allar áttir. Sálarlegar hindranir sem koma í veg fyrir að erótísk orka flæði frjáls á milli fólks, kallar Brock „hjartasár“ (brokenheartedness). Hún túlkar sög- una um konuna með blóðlátin sem tvöfalt hjartasár. Hjarta konunnar er sært að dómi Brock vegna veikinda hennar og félagslegrar einangrunar sem slíkir kvenlegir krankleikar höfðu í för með sér. Brock telur að Jesús þjá- ist líka af hjartasári af því að hann er gyðingur sem getur ekki yfirstigið 29 Brock, Journeys by Heart, 82. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.