Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Blaðsíða 80

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Blaðsíða 80
virðingar og réttinda er eigi verði af honum tekin og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.“^° En víkjum enn og aftur að fyrstu setningu fyrstu greinarinnar og þá sér- staklega orðunum: hver maður er borinn frjáls. Hvernig sem maður túlk- ar setninguna í heild kemst maður ekki framhjá því að hér er talað um fæð- ingu. Maðurinn er fæddur frjáls. Þetta þykir mér merkileg staðhæfing í þessu samhengi. Fæðing barns getur aldrei verið annað en raunverulegur atburður. Ef tilgangur Mannréttindayfirlýsingarinnar hefði einungis verið sá að leggja áherslu á og hvetja til virðingar manngildis og mannréttinda hefði auðveldlega mátt komast hjá því að minnast á fæðinguna. Af hverju er það gert? Hér mætti fara í flug í túlkun og nefna það hversu fjarlæg fæð- ingin og gildi hennar er í sögu vestrænnar heimspeki og siðfræði. Dauð- inn, hins vegar, er sígilt og óþrjótandi umræðuefni.41 Hér er það þó fæð- ing og líf sem er í brennidepli, lífið eftir fæðinguna, ekki eftir dauðann! Það er lífið hér og nú, lífið í heiminum sem er mikilvægt, um það vitnar Mannréttindayfirlýsingin í öllum sínum þrjátíu greinum. Það skiptir máli hvaða möguleika manneskjur hafa til að lifa vel í heiminum. Réttindakröf- unum er ætlað að styðja og vernda lífið, hið raunverulega líf sem lifað er í hinum raunverulega heimi. Setjum næst Mannréttindayfirlýsinguna frá 1948 í hugmyndasögulegt samhengi. Um það verður varla deilt að hún á sér forvera í bæði frönsku og norður-amerísku réttindayfirlýsingunni. Það sem allar þrjár eiga sam- eiginlegt er hinn vestræni náttúruréttarskilningur.42 Hefðbundinn skiln- ingur á eðli mannsins er að það sé í grundvallaratriðum eitt og hið sama 40 Nokkrir nefndarmenn færðu rök fyrir því að 1. greinin yrði færð yfir í inngangsorðin þar sem hún væri slíkt grundvallaratriði. Sjá Lindholm, „Article l.“ s. 53. /l1 I bókinni Becoming Divine. Towards a Feminist Philosophy of Religion ræðir Grace M. Jantzen um fæðinguna og táknræna þýðingu hennar í vestrænni heimspeki, trúarlegri jafnt sem heim- spekilegri. Hún nefnir sérstaklega höfunda eins og Hannah Arendt sem hafa farið gegnt straum- num í þessu tilliti, sjá s. 141-155. 42 Sjá t.d. 11. kafla Göran Bexell og Carl-Henric Grenholm um náttúrulög í Siðfrœði af sjónarhóli guðfrœði og heimspeki. (Skálholtsútgáfan: Reykjavík 2001) Þetta þýðir ekki að einungis vestræn gildi liggi til grundvallar Mannréttindayfirlýsingunni. Þau sem settu saman hinar þrjátíu greinar Mannréttindayfirlýsingarinnar komu frá öllum heimshornum og kostuðu kapps um að undirstrika hið sameiginlega (the universal) í öllum menningarhefðum, sjá t.d. umræðuna um guðshugtakið og náttúruhugtakið í Lindholm, „Ardcle l.“ s. 56. 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.