Fréttablaðið - 29.04.2016, Side 2

Fréttablaðið - 29.04.2016, Side 2
Veður Enn er útlit fyrir norðvestlæga átt og snjókomu norðan til, en þó minnkandi og léttir jafnvel til í kvöld. Sunnan til er heldur hægari vindur og bjartviðri, en þó er útlit fyrir lítils- háttar skúrir eða él við suðaustur- ströndina. sjá síðu 22 Stelpur taka yfir tæknigeirann Um fjögur hundruð stelpur á grunnskólaaldri og tuttugu fyrirtæki í tæknigeiranum komu saman í HR í gær og kynntu sér tæknigreinar. Markmiðið er að vekja áhuga stúlkna á tækninámi og -greinum auk þess að brjóta niður þá staðalímynd sem fylgir tæknigeiranum. Fréttablaðið/Vilhelm Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 Þýski grillframleiðandinn Landmann er 50 ára gasgrill 3ja brennara Niðurfellanleg hliðarborð 4 litir • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Afl 10,5 KW Á R A grillbudin.is AFMÆLISTILBOÐ 79.900 VERÐ ÁÐUR 98.900 Dómsmál Fjarskipti hf., móður- félag Vodafone, var á þriðjudaginn sakfellt í þremur tilfellum af fimm vegna gagnalekans sem átti sér stað í nóvember 2013. Fimm einstaklingar kærðu Fjar- skipti á grundvelli þess að persónu- legum upplýsingum um þau var lekið eftir að tölvuþrjótur hafði brotist inn á vefsvæði Vodafone og lekið upp- lýsingum um smáskilaboð sem send voru af vefnum. Í tveimur tilfellanna var fyrirtækið sýknað. Hæstu skaðabæturnar voru greiddar konu sem fór fram á 90 milljónir í miskabætur frá Fjar- skiptum. Henni voru dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur og 800 þúsund krónur í málskostnað. Í lekanum kom fram að 2.566 skilaboðum er vörðuðu konuna var lekið á netið. Í mörgum tilfella var um að ræða afar persónulegar upp- lýsingar er vörðuðu meðal annars börn stefnanda, kynfæri hennar og kynlíf, meinta áfengis- og lyfjamis- notkun hennar og fjármál hennar. Að auki var fjallað um fyrirtækjarekstur hennar, skattamál og forsjármál. Kveðst stefnandi hafa verið úti- lokuð frá því að afla sér tekna með vinnuframlagi frá því að upplýsing- arnar birtust, hún hafi verið óvinnu- fær af bæði andlegum og líkamlegum ástæðum. Hún hafi haft verulegan kostnað af því að flytja milli landa með fjölskyldu sína, en með því að flytja af landi brott hafi hún gert ráðstafanir til að lágmarka tjón sitt, sem hefði ella orðið annað og meira. Þá hafi upplýsingar um hana, börn hennar og heimilisfang verið opin- beraðar á internetinu eftir birtingu gagnanna. Þá voru öðrum kæranda dæmdar 200 þúsund krónur í skaðabætur og 400 þúsund í málskostnað. Sá hafði gert kröfu upp á 600 þúsund krónur en í lekanum komu fram upplýsingar um trúarskoðun og fjárhagsörðug- leika viðkomandi. Annar stefnandi fór fram á tólf milljónir króna en var dæmd millj- ón í skaðabætur og 600 þúsund í málskostnað. Í því tilfelli láku upp- lýsingar um skilnaðarmál viðkom- andi og eiginkonu hans. Málið hafi verið sérlega slæmt þar sem þau hafi viljað halda ágreiningsefni frá syni sínum. „Þetta hafi verið gríðarlega óþægilegt og virðing hans hafi beðið hnekki. Þá hafi skilaboð til kunningja verið rangtúlkuð á þann veg að þeir tengdust fíkniefnamálum og kvaðst stefnandi hafa orðið fyrir óþægind- um og spurningum vegna þess, m.a. frá fjölmiðlum og vinnufélögum,“ segir í dómnum. Í einu sýknutilfelli hafði stefnandi kært vegna leka á skilaboðum sem hann fékk send frá Samfylkingunni og Framsóknarflokknum. Hann vildi meina að lekinn hafi látið það líta út fyrir að hann væri skráður í stjórnmálasamtök og að ekki eigi að opinbera stjórnmálaskoðanir með þessum hætti. – srs Leki olli stefnendum miklum erfiðleikum Þrír einstaklingar fengu greiddar skaðabætur frá Vodafone vegna gagnalekans árið 2013. Vodafone sýknað í tveimur málum. Skilnaðarmál, fjárhagsörðugleik- ar og kynlífsskilaboð opinberuðust í lekanum. 1,5 milljónir hæstu bæturnar. stjórnmál Árni Páll Árnason hefur ákveðið að gefa kost á sér til endur- kjörs sem formaður Samfylkingar- innar. Þetta tilkynnti hann á blaða- mannafundi í þinghúsinu í gær. Hann segir í bréfi til félagsmanna Samfylkingarinnar að hann hafi skoðað feril sinn í leit að svari við því hvort hann ætti að gefa kost á sér aftur. Niðurstaða hans er að gildi hans og pólitísk hugsun hafi ekki goldið afhroð. Í framboði til formanns Sam- fylkingarinnar eru, auk Árna, Oddný Harðardóttir, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Guðmund- ur Ari Sigurjónsson. – srs Árni Páll ætlar að taka slaginn Vodafone átti undir högg að sækja eftir lekann umfangsmikla árið 2013. Fréttablaðið/Daníel Fyrirtæki Hagnaður varð af rekstri 365 miðla á árinu 2015 að fjárhæð 22 milljónir króna miðað við 1.360 milljóna króna tap árið áður. Tekjur voru 11.160 milljónir króna og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 955 milljónum króna. Heildareignir samstæðunnar námu í árslok 12.880 milljónum króna. og skuldir 10.033 milljónum króna. Eigið fé nam 2.847 milljónum króna. „Starfsfólk 365 hefur náð frábær- um árangri í störfum sínum á árinu 2015,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. „Félagið sýndi afar jákvæðan rekstrarhagnað og ber síðasta rekstrarár með sér mik- inn viðsnúning í rekstri miðað við fyrra ár. Við höfum fest rætur okkar á íslenskum fjarskiptamarkaði og verið þar leiðandi með verðbreyt- ingar til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar.“ Sala jókst um tæp 11 prósent og nam 11.160 milljónum króna, sam- anborið við 10.079 milljónir króna á árinu 2014. Töluverð aukning varð í fjarskiptatekjum á árinu 2015 eftir sameiningu við Tal á miðju ári 2014. Sala jókst um 4,8 prósent af afþrey- ingarhluta starfsemi 365. – srs Tapi 365 snúið við í hagnað Félagið sýndi afar jákvæðan rekstrar- hagnað og ber síðasta rekstrarár með sér mikinn viðsnúning í rekstri miðað við fyrra ár. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365 miðla Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar 2.566 skilaboð er vörðuðu einn stefnanda láku á netið. 2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö s t u D a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 4 1 -3 3 F 8 1 9 4 1 -3 2 B C 1 9 4 1 -3 1 8 0 1 9 4 1 -3 0 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.